Þegar ég opna nýja bók þá líður mér eins og ég sé að opna risastóran konfektkassa. Lokkandi ilmurinn, skrautleg bréf, litríkir molar og eftirvænting - hvað ætli sé inni í molunum? Vonbrigðin verða mikil þegar ég bít í fyrsta molann og kemst að því að hann er myglaður.
Þannig leið mér þegar ég opnaði nýjustu bók Ólafs Jóhanns, Aldingarðurinn. Myglubragð í munni við fyrsta bita. Á fyrstu blaðsíðu, í annarri línu er nefnilega málvilla sem stingur í augu og gefur óbragð í munn. "Vélin hafði lagt að stað klukkutíma of seint frá Íslandi og sveimaði lengi yfir Kennedyflugvelli áður en hún fékk að lenda." Flugvélar leggja AF stað en ekki AÐ stað. Hmmpfff... eru bækur ekki prófarkalesnar lengur eða hvað? En jæja, það getur komið fyrir alla konfektkassa að hafa einn skemmdan mola. Ég skyrpti myglaða molanum út úr mér, fékk mér vatnssopa og hélt áfram að lesa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment