
30.5.06
Snæfríður skólastelpa

Mikið er erfitt að sitja við heimanámið þessa síðustu skóladaga vorsins. Eftir margra daga blíðviðri og útivist á kvöldin, er loksins komið rok og rigning og þá er aðeins skárra að sitja við og læra. Örfáir dagar eftir, bara þessi vika, svo kemur hvítasunnuhelgin, svo nokkrir starfsdagar og loks skólaslit.
Og þá tekur sumarið við. Búið að plana reiðnámskeið, sumarbúðir skáta og kannski fimleikanámskeið. Og auðvitað ferðir til Akureyrar. Og nógur frítími til að leika sér og vera frjáls. Hún Snæfríður ætlar sko ekki að hafa of mikið að gera í sumar, það er hún löngu búin að ákveða, enda búin að vera á fullu í allan vetur á fimleikaæfingum, sundæfingum, skákæfingum, trompetæfingum og hljómsveitaræfingum. En ef ég þekki hana Snæfríði rétt verður hún alls ekki aðgerðarlaus í sumar. Í dag kom hún heim rjóð og sælleg og sagðist vera byrjuð að smíða kofa með Hönnu vinkonu sinni, kom bara til að sækja nesti fyrir svangar smíðakonur.
Sindri með eyrnabólgu

Sindri tekur þessu öllu saman karlmannlega. Er búinn að taka ófá skákeinvígin við pabba sinn og svo er hann búinn að horfa MJÖG oft á DVD diskana um Ævintýri Tinna og félaga. Tinnabækur hafa verið lesnar hér í vetur af miklum áhuga, en myndirnar eru ekki síðri skemmtun. Stórkostlegt hvernig Eggert Þorleifsson talar fyrir allar persónur sögunnar, jafnt Tinna, Kolbein kaptein, Skaptana tvo, hinn ruglaða prófessor Vandráð og svo auðvitað allar hinar skrautlegu persónur Tinnabókanna. Já, það er ekki bara slæmt að vera veikur.
Pabbastelpa

Snæfríði og Sindra finnst ungbarnalífið ekki mjög spennandi, ef litla systir er ekki sofandi, þá er hún að fá sér að drekka, eða verið að skipta um bleiju. Meiri ósköpin hvað þessi litla stelpa getur sofið mikið. Og þau eru hálfhissa á því að hún skuli ekki gráta meira. Hún er þó alltaf meira og meira vakandi með hverjum deginum og er farin að horfa mjög gáfulega á foreldra sína. En svo verður hún óskaplega sybbin, eða óskaplega svöng og þá þarf að bregðast rösklega við, því sú stutta er nú ekki alveg skaplaus.
25.5.06
Ljúft líf í Hrísrimanum

Hérna gengur allt eins og í sögu. Litla skott er orðin 5 daga gömul og stendur sig með stakri prýði. Gerir allt sem lítil börn eiga að gera. Drekkur mjólk, ropar, kúkar og pissar í tilskilinn fjölda af bleijum, sefur vel og heillar fjölskyldu sína upp úr skónum. Og það sem meira er, hún tekur snuð af mikilli lyst. Það er lúxus sem ekki hefur áður sést á þessu heimili og við ráðum okkur vart af aðdáun á þessum litla snillingi.
Á morgun förum við á landspítalann í reglubundna læknisskoðun nýbura og eftir það verður hún útskrifuð formlega af spítalanum.
Hraðamet!
Klukkan hálf eitt á laugardaginn vorum við Einar send heim af fæðingardeildinni, okkur var sagt að koma aftur þegar ég væri komin með meiri verki. Ég hafði haft stigvaxandi hríðaverki frá 7-10 um morguninn og það stóð nokkuð á endum að þegar við vorum búin að koma Snæfríði og Sindra á fætur, allir búnir að borða morgunmat, búið að pakka í töskur og útbúa krakkana til gistingar í 1-2 nætur, já, þá duttu hríðarnar alveg niður. Við ákváðum samt að skella krökkunum í pössun til Guðrúnar og Nonna og fara í tékk upp á deild - enda eru ljósurnar búnar að margbrýna fyrir mér að það þurfi sérstaklega mikið eftirlit með konum sem eru búnar að fara í einn keisara.
Á fæðingardeildinni var ég skoðuð í bak og fyrir og barnið líka. Fengum lúxusþjónustu, enda bæði með ljósmóðurnema og þrautreynda ljósmóður. Allt leit ljómandi vel út, hjartsláttur barnsins til fyrirmyndar, 3 cm í útvíkkun hjá mér og hríðarnar að smábyrja aftur. Ljósurnar lofuðu engu um að fæðingin væri hafin "þetta gæti allt eins tekið nokkra daga".
Planið okkar var þannig: ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma, svo ætluðum við í hraustlegan göngutúr og vonast til að við það færi fæðingin í gang.
Á fæðingardeildinni var ég skoðuð í bak og fyrir og barnið líka. Fengum lúxusþjónustu, enda bæði með ljósmóðurnema og þrautreynda ljósmóður. Allt leit ljómandi vel út, hjartsláttur barnsins til fyrirmyndar, 3 cm í útvíkkun hjá mér og hríðarnar að smábyrja aftur. Ljósurnar lofuðu engu um að fæðingin væri hafin "þetta gæti allt eins tekið nokkra daga".
Planið okkar var þannig: ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma, svo ætluðum við í hraustlegan göngutúr og vonast til að við það færi fæðingin í gang.
Við fórum því heim og ég lagði mig. Um klukkutíma síðar var ég vakin upp með nokkuð hraustlegum hríðaverk. Ég reyndi að lúra lengur, en það gekk illa því það voru ekki nema 3-5 mínútur á milli hríða. Við ákváðum að fara frekar fljótlega aftur upp á deild, Einar ætlaði að klára að fá sér að borða og ég ætlaði klæða mig og svo myndum við leggja af stað. Þetta tók eilífðartíma, að mér fannst og sérstaklega fannst mér það mjög tímafrekt þegar Einar vaskaði upp glasið og diskinn sinn. Enginn tími fyrir svona dund, drífum okkur af stað!
Við komum á fæðingardeildina klukkan 3, eftir frekar erfiða bílferð með miklum hríðaverkjum og nokkrar hraustlegar hríðar á bílastæðinu og í lyftunni. Ljósmóðurneminn okkar tók á móti okkur með bros á vör og setti mig beint í mónitor til að fylgjast með hjartslætti barnsins og hríðunum. Um hálftíma síðar komu ljósurnar og litu á niðurstöðurnar og ákváðu að færa mig inn á fæðingarstofu, enginn vafi, nú væri fæðingin komin í gang.
Það tók okkur um hálftíma að koma okkur fyrir á fæðingarstofunni, enda verður manni ekki mikið úr verki með allar þessar hríðar. En rétt fyrir klukkan 4 þá vorum við búin að koma okkur ágætlega fyrir, ég standandi við rúmið, Einar beint á móti mér hinum megin við rúmið með styrk og hvatningu og handleggi til að kreista, glaðloftið komið í gang, Anthony and the Johnsons í græjunum og hríðarnar mjög öflugar. Þá allt í einu finnst mér orðið mjög mikilvægt að ljósurnar athugi útvíkkun hjá mér. Fyrst skoðar sú reynslumikla og er greinilega frekar hissa, svo neminn - líka hissa. Samhljóma niðurstaða um að ég sé komin með 10 í útvíkkun.
Við komum á fæðingardeildina klukkan 3, eftir frekar erfiða bílferð með miklum hríðaverkjum og nokkrar hraustlegar hríðar á bílastæðinu og í lyftunni. Ljósmóðurneminn okkar tók á móti okkur með bros á vör og setti mig beint í mónitor til að fylgjast með hjartslætti barnsins og hríðunum. Um hálftíma síðar komu ljósurnar og litu á niðurstöðurnar og ákváðu að færa mig inn á fæðingarstofu, enginn vafi, nú væri fæðingin komin í gang.
Það tók okkur um hálftíma að koma okkur fyrir á fæðingarstofunni, enda verður manni ekki mikið úr verki með allar þessar hríðar. En rétt fyrir klukkan 4 þá vorum við búin að koma okkur ágætlega fyrir, ég standandi við rúmið, Einar beint á móti mér hinum megin við rúmið með styrk og hvatningu og handleggi til að kreista, glaðloftið komið í gang, Anthony and the Johnsons í græjunum og hríðarnar mjög öflugar. Þá allt í einu finnst mér orðið mjög mikilvægt að ljósurnar athugi útvíkkun hjá mér. Fyrst skoðar sú reynslumikla og er greinilega frekar hissa, svo neminn - líka hissa. Samhljóma niðurstaða um að ég sé komin með 10 í útvíkkun.
Á næstu örfáu mínútum hafa þær hraðar hendur, klæða sig í græna sloppa, tína til helstu græjur og gera sig tilbúnar til að taka á móti. Útskýra fyrir mér að þær muni færa barnið upp í rúmið sem ég stend við, svo ég geti fengið það það beint í fangið. Þær gátu eins talað kínversku við mig, ég var alls ekki að meðtaka það að barnið væri að fara að fæðast. Í huganum átti ég eftir amk. 170 hríðar til að klára útvíkkun og þá var rembingurinn eftir osfrv.
En barnið var á leiðinni, á því lék enginn vafi. Ég fékk 1-2 hríðar í viðbót til að fullklára útvíkkunina, örstutta pásu og svo byrjaði rembingurinn. Fyrsta og eina rembingshríðin ætlaði engan endi að taka, belgurinn sprakk og vatnið lak, höfuðið fæddist og búkurinn strax á eftir. Og allt í einu lá í rúminu fyrir framan mig lítil mannvera, rennblaut og slímug og svolítið blá að lit. Fæddist klukkan 16:08, rétt klukkutíma eftir að við komum á fæðingardeildina, innan við 8 mínútum eftir að mér fannst mikilvægt að athuga útvíkkun.
Gullfalleg stelpa sem fékk smám saman á sig rauðan og hraustlegan lit í fanginu hjá pabba sínum. Tæpar 16 merkur (3910 g), 50 cm og höfuðmálið 36cm. Líkist mjög mikið Snæfríði og Sindra. Hún var vel vakandi eftir fæðinguna og skoðaði foreldra sína vel. Dugleg að taka brjóst. Sperrt og byrjuð að æfa sig að halda höfði.
En barnið var á leiðinni, á því lék enginn vafi. Ég fékk 1-2 hríðar í viðbót til að fullklára útvíkkunina, örstutta pásu og svo byrjaði rembingurinn. Fyrsta og eina rembingshríðin ætlaði engan endi að taka, belgurinn sprakk og vatnið lak, höfuðið fæddist og búkurinn strax á eftir. Og allt í einu lá í rúminu fyrir framan mig lítil mannvera, rennblaut og slímug og svolítið blá að lit. Fæddist klukkan 16:08, rétt klukkutíma eftir að við komum á fæðingardeildina, innan við 8 mínútum eftir að mér fannst mikilvægt að athuga útvíkkun.
Gullfalleg stelpa sem fékk smám saman á sig rauðan og hraustlegan lit í fanginu hjá pabba sínum. Tæpar 16 merkur (3910 g), 50 cm og höfuðmálið 36cm. Líkist mjög mikið Snæfríði og Sindra. Hún var vel vakandi eftir fæðinguna og skoðaði foreldra sína vel. Dugleg að taka brjóst. Sperrt og byrjuð að æfa sig að halda höfði.
En þegar við vorum búin að slaka á og hafa huggulegt í um 2 tíma eftir fæðinguna kom í ljós að við mæðgurnar vorum báðar með hita og sú stutta andaði mjög ört. Þá var kallaður til barnalæknir sem skoðaði hana í krók og kring og ákvað að taka hana með sér á vökudeildina, svona til öryggis. Við sem vorum einmitt alveg að fara að útskrifast af fæðingardeildinni yfir í Hreiðrið þar sem algjör lúxus sængurlega er í boði fyrir konur sem eiga góða fæðingu og hraust barn. Og þar má pabbinn gista. Núna stefndi í að Einar yrði rekinn heim og ég alein á sængurkvennagangi og litla skottið á vökudeildinni.
En ljósurnar okkar héldu áfram að vera jafn yndislegar og fram að þessu. Íslendingar voru almennt of uppteknir af júróvisjónkeppninni til mega vera að því að fæða börn á þessu kvöldi og því lítið að gera á fæðingardeildinni. Við máttum alveg bíða áfram á fæðingarstofunni þar til kæmi betur í ljós hvort sú stutta þyrfti að vera nóttina á vökudeild.
Upp úr klukkan 10 um kvöldið fékkst úrskurðurinn: "fín stelpa, orðin hitalaus og eðlileg öndunartíðni". "Svolítið stífluð í nebbanum". Útskrifuð af vökudeildinni og við fengum þetta fína herbergi í Hreiðrinu; stórt hjónarúm, björt stofa, allt til alls. Og þá var sko glatt á hjalla. Snæfríður og Sindri sem voru búin að bíða í ofvæni eftir að hitta litlu systur sína mættu í sínum allra bestu sparifötum í fylgd með afa og ömmu sem höfðu keyrt fyrr um daginn frá Akureyri og líka Guðrún systir sem hafði passað þau allan daginn. Yndislegur endir á frábærum degi.
En ljósurnar okkar héldu áfram að vera jafn yndislegar og fram að þessu. Íslendingar voru almennt of uppteknir af júróvisjónkeppninni til mega vera að því að fæða börn á þessu kvöldi og því lítið að gera á fæðingardeildinni. Við máttum alveg bíða áfram á fæðingarstofunni þar til kæmi betur í ljós hvort sú stutta þyrfti að vera nóttina á vökudeild.
Upp úr klukkan 10 um kvöldið fékkst úrskurðurinn: "fín stelpa, orðin hitalaus og eðlileg öndunartíðni". "Svolítið stífluð í nebbanum". Útskrifuð af vökudeildinni og við fengum þetta fína herbergi í Hreiðrinu; stórt hjónarúm, björt stofa, allt til alls. Og þá var sko glatt á hjalla. Snæfríður og Sindri sem voru búin að bíða í ofvæni eftir að hitta litlu systur sína mættu í sínum allra bestu sparifötum í fylgd með afa og ömmu sem höfðu keyrt fyrr um daginn frá Akureyri og líka Guðrún systir sem hafði passað þau allan daginn. Yndislegur endir á frábærum degi.
23.5.06
22.5.06
18.5.06
Sól og snjór
Subscribe to:
Posts (Atom)