30.5.06

Sindri með eyrnabólgu

Sindri er núna með hálsbólgu og eyrnabólgu í báðum eyrum. Veiktist um helgina en er á batavegi eftir heimsókn til Guðmundar góða, barnalæknis. Hljóðhimnan í hægra eyra sprakk um helgina og síðan þá hefur lekið úr eyranu á honum. Varð að sætta sig við að fá plástraða grisju yfir eyrað til að taka við lekanum.

Sindri tekur þessu öllu saman karlmannlega. Er búinn að taka ófá skákeinvígin við pabba sinn og svo er hann búinn að horfa MJÖG oft á DVD diskana um Ævintýri Tinna og félaga. Tinnabækur hafa verið lesnar hér í vetur af miklum áhuga, en myndirnar eru ekki síðri skemmtun. Stórkostlegt hvernig Eggert Þorleifsson talar fyrir allar persónur sögunnar, jafnt Tinna, Kolbein kaptein, Skaptana tvo, hinn ruglaða prófessor Vandráð og svo auðvitað allar hinar skrautlegu persónur Tinnabókanna. Já, það er ekki bara slæmt að vera veikur.

No comments: