25.5.06

Hraðamet!

Klukkan hálf eitt á laugardaginn vorum við Einar send heim af fæðingardeildinni, okkur var sagt að koma aftur þegar ég væri komin með meiri verki. Ég hafði haft stigvaxandi hríðaverki frá 7-10 um morguninn og það stóð nokkuð á endum að þegar við vorum búin að koma Snæfríði og Sindra á fætur, allir búnir að borða morgunmat, búið að pakka í töskur og útbúa krakkana til gistingar í 1-2 nætur, já, þá duttu hríðarnar alveg niður. Við ákváðum samt að skella krökkunum í pössun til Guðrúnar og Nonna og fara í tékk upp á deild - enda eru ljósurnar búnar að margbrýna fyrir mér að það þurfi sérstaklega mikið eftirlit með konum sem eru búnar að fara í einn keisara.

Á fæðingardeildinni var ég skoðuð í bak og fyrir og barnið líka. Fengum lúxusþjónustu, enda bæði með ljósmóðurnema og þrautreynda ljósmóður. Allt leit ljómandi vel út, hjartsláttur barnsins til fyrirmyndar, 3 cm í útvíkkun hjá mér og hríðarnar að smábyrja aftur. Ljósurnar lofuðu engu um að fæðingin væri hafin "þetta gæti allt eins tekið nokkra daga".

Planið okkar var þannig: ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma, svo ætluðum við í hraustlegan göngutúr og vonast til að við það færi fæðingin í gang.

No comments: