30.5.06

Snæfríður skólastelpa


Mikið er erfitt að sitja við heimanámið þessa síðustu skóladaga vorsins. Eftir margra daga blíðviðri og útivist á kvöldin, er loksins komið rok og rigning og þá er aðeins skárra að sitja við og læra. Örfáir dagar eftir, bara þessi vika, svo kemur hvítasunnuhelgin, svo nokkrir starfsdagar og loks skólaslit.
Og þá tekur sumarið við. Búið að plana reiðnámskeið, sumarbúðir skáta og kannski fimleikanámskeið. Og auðvitað ferðir til Akureyrar. Og nógur frítími til að leika sér og vera frjáls. Hún Snæfríður ætlar sko ekki að hafa of mikið að gera í sumar, það er hún löngu búin að ákveða, enda búin að vera á fullu í allan vetur á fimleikaæfingum, sundæfingum, skákæfingum, trompetæfingum og hljómsveitaræfingum. En ef ég þekki hana Snæfríði rétt verður hún alls ekki aðgerðarlaus í sumar. Í dag kom hún heim rjóð og sælleg og sagðist vera byrjuð að smíða kofa með Hönnu vinkonu sinni, kom bara til að sækja nesti fyrir svangar smíðakonur.

No comments: