
Já, ég veit, mánaðargömul frétt. Don't shoot. En jæja,
Rétt fyrir áramótin sat Sólveig við matarborðið hjá afa og ömmu í Mánahlíð og sagði hátt og ákveðið: "mamm-mamm", sem þýðir augljóslega namm-namm. Þetta var frekar viðeigandi fyrir stað og stund, og er hún ekki sú eina sem hefur fyllst matarást við borðið í Mánahlíð.
Síðan þá hefur Sólveig ekki séð ástæðu til að bæta við orðaforðann sinn, en talar mikið um "mamm-mamm". Fljótlega eftir að hún vaknar á morgnana byrjar hún að tala um "mamm-mamm" og segir þessi orð með miklum tilþrifum og innlifun þegar hún sér grautardiskinn sinn við matarborðið. Og í hvert sinn sem einhver á heimilinu sést hafa eitthvað matarkyns um hönd, kemur Sólveig litla skríðandi, horfir á mann löngunaraugum... mamm-mamm?.
Uppáhalds "mamm-mamm" eru maukaðar kartöflur með gulrótum og brokkolí og lambakjöti. Svo eru bananabitar, brauð og hafragrautur með eplum líka mjög mikið "mamm-mamm". Og matarkex, vúhú, algjört "mamm-mamm".