23.1.07

Meiri flensa....

Sindri vaknaði í morgun með 41 stiga hita, beinverki, hálsbólgu og hósta.
Sólveig náði 40 stiga hita í dag og er með nefrennsli og hósta.

Ég er að hressast, er enn með hitavellu og hósta en alveg fótafær.

Hér er panodil á matseðlinum í morgunmat, hádegismat, kaffitíma og kvöldmat - og jafnvel oftar ef þörf er á. Með hverri töflu sem við sporðrennum aukast líkurnar verulega á að við fáum okkur öll flensusprautuna á næsta ári.

Annars er bara allt gott að frétta.

4 comments:

Anonymous said...

Látið ykkur batna sem fyrst. Við fullorðnu höfum sem betur fer sloppið enn sem komið er, en krakkarnir eru búin að vera lasin allt of lengi...

Kveðja úr Hafnarfirðinum

Anonymous said...

Farið nú vel með ykkur þannig að ykkur batni fljótt.
Annað:
Þú manst að ég er alltaf með fullan poka af böngsum og kanínum í bílnum hjá mér.

Anonymous said...

Hæ hæ!
Vona að heilsan sé batnandi!
Við fórum líka norður (18.-23.jan) og komum til baka lasin. Almar búinn að klára pestarnar en ég ennþá slöpp. Reynum að finna tíma til að hittast þ. börnin eru öll spræk! Til hamingju Einar m. nýja starfið!
Heiðrún & fam. Álfatúni.

Anonymous said...

Það er mjög leiðinlegt að heyra þetta. Ég vona að ykkur batni sem fyrst. Við erum líka með þessa flensu.
Bless, Óli