8.1.07

Áttundi áratugurinn var eign DB en þá komu flestar af hans bestu plötum út: The man who sold the world, Hunky Dory, Ziggy Stardust, Aladdin Sane, Diamond Dogs, Young Americans, Station to Station, Low, Heroes, Lodger og að lokum Scary Monsters. Annað eins verður ekki eftir leikið og er þá mælistikan ekki fjöldi topplaga, sala platna eða fjöldi tónleikagesta. Hér er um að ræða frumlegustu, djörfustu, dularfyllstu, áhrifamestu og umfram allt skemmtilegustu plötur sem nokkur tónlistarmaður hefur gefið út.

Árin ’85-’95 voru vægast sagt erfið fyrir DB og var eins og snilligáfan hefði yfirgefið hann og er þetta tímabil sem flestir safnaðarmeðlimir vilja gleyma. Síðustu 10 ár hafa verið góð og hann hefur gefið út margar góðar skífur og fylgt þeim eftir með mjög vel heppnuðum tónleikum og hef ég náð að komast á Reykjavík ’96, Pistoia á Ítalíu ’97 og Antwerpen 03´.

I never done good things
I never done bad things
I never did anything out of the blue, woh-o-oh
Want an axe to break the ice
Wanna come down right now

No comments: