14.1.07

Í vikulokin

Sælt veri fólkið

Nú hef ég verið heima undanfarið og fengið tækifæri til að kynnast liðinu nánar. Ég hef verið í fjórða sæti hjá Sólveigu af fjölskyldumeðlimunum en vonandi stendur það til bóta á næstunni. Ég hef einnig haft meiri tíma en venjulega til að lesa og grúska og mæli með eftirtöldu í vikulokin:

Ljóðabók sem ég gaf Lólu í afmælisgjöf eftir Ingunni Snæland sem heitir Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást. Ég les yfirleitt ekki ljóð, nema þá ljóð Jóa frænda! en þetta er eðal bók. Lóla var mjög ánægð :-)

Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup. Sá sem skrifar bókina er Indverskur diplómat og er þetta fyrsta bók hans. Þegar ég byrjaði að leita að bókum til að gefa Lólu í jóla- og afmælisgjöf hvarflaði ekki að mér að líta á þessa bók. Titillinn er frekar fráhrindandi og hélt ég að um væri að ræða eitthvað ómerkilegt efni tengt viltu vinna milljón á stöð tvö. Ég kveikti svo á perunni eftir að hún fékk einhver verðlaun rétt fyrir jól og keypti hana. Bókin er skemmtileg, fróðleg, fyndin, svona eitt allsherjar ævintýri. Nú svo var Lóla aftur voða ánægð :-)

Stuttur en skemmtilegur pistill Eiríks Guðmundssonar í tilefni af afmæli David Bowie´s í byrjun vikunnar. http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4314850

góðar stundir

No comments: