4.1.07

Jóladagur


Á jóladag komu Guðrún og Nonni og Þórdís Signý og Óli og svo langamma Guðrún til okkar í smá jólaboð. Við fórum öll á kostum í SingStar og höfðum það gott. Langamma gaf Sólveigu þennan kjól í jólagjöf, en sagan sem fylgir kjólnum er sú að langamma prjónaði hann á dóttur sína, hana ömmu Þóru fyrir jah - allavega hálfri öld. Sólveig tók sig vel út í kjólnum góða.

No comments: