22.1.07

Flensan er komin - ójá

Við Sólveig vöknuðum fyrir norðan á sunnudagsmorguninn alveg eldhressar og sprækar. Eftir því sem leið á morguninn fór ég að finna fyrir smá hálsbólgu, en þar sem ég var ekki neitt kvefuð og ekkert slöpp drifum við okkur í að hitta Glerárskólapæjurnar Línu og Elvu og litlu stelpurnar þeirra, Ulomu, Chisome og Sigrúnu. Það var auðvitað rosalega gaman hjá okkur, en um hádegið þurfti ég að drífa mig af stað og sækja Sindra og Snæfríði til afa og ömmu í Mánahlíð svo við myndum ná fluginu okkar klukkan eitt. Einar ætlaði að keyra suður einum degi síðar svo hann myndi ná að vinna meira í Furulundinum. Á leiðinni út á flugvöll byrjaði ég að finna fyrir slappleika og beinverkjum.

Þegar við lentum í Reykjavík var ég orðin fárveik, og drulluslöpp. Ég ræsti út Lilju barnapíu til að taka á móti krökkunum svo ég gæti lagt mig heima í 2 tíma og látið mér batna. Ég varð hins vegar bara veikari og veikari, með háan hita og beinverki dauðans og komst varla framúr rúminu. Einar kom svo með flugi um klukkan sex til að bjarga börnunum frá vanrækslu móður sinnar. Núna, um sólarhring síðar er ég komin yfir það versta og er ekki lengur alveg rúmliggjandi. Hrikalegt mál og hundleiðinlegt.

No comments: