Við vorum fyrir norðan um helgina í góðu yfirlæti, ótrúlega gott skíðafæri í Hlíðarfjalli. Snæfríður er orðin mjög góð á skíðum, hún fór með Ara Páli og Kalla á föstudaginn í fjarkann og skemmti sér mjög vel. Svo fóru Snæfríður, Ari og Sindri í skíðaskólann á laugardagsmorgun, en henni fannst hann alltof léttur og algjörlega fyrir neðan sína virðingu ;-) Sindri skemmti sér hins vegar konunglega í skíðaskólanum, og var alveg fullur sjálfstrausts þegar ég fór með hann í fjarkann eftir hádegið. Hann lét sig bara gossa niður brekkuna á fullri ferð - tómt vesen að standa í þessu leiðinda svigi, og endaði auðvitað með því að að kútveltast um í mjúkum púðursnjónum. Eftir það svigaði hann mjög samviskusamlega niður allar brekkur.
Einar, Aggi og Travis fóru á kostum í niðurrifsstarfsemi í íbúðinni í Furulundi alla helgina. Mér skilst að nær ekkert standi eftir, jú reyndar útveggirnir. Kalli lagði þeim lið eitt kvöldið - enda vanur maður. Svo er bara að sjá hvernig gengur að byggja upp aftur.
Einar hefur núna lokið 16 ára starfsferli sínum hjá Íslandsbanka - Glitni og tekur við nýju starfi hjá Kaupþingi eftir 2 mánuði. Þangað til fáum við Sólveig að hafa hann svolítið heima hjá okkur á daginn, og svo mun hann sýna einhverja iðnaðarmannatakta fyrir norðan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment