
Ó vá, ótrúlega gaman! Við systurnar skelltum okkur á fimleikaæfingu í Mosó og gjörsamlega fórum á kostum. Handahlaup og arabastökk - pís of keik, eða alla vega leið okkur þannig. Fórum bara beint í heiljarstökkin - bæði á loftdýnu og trampolíni, og það var ótrúlega góð stemning í hópnum - mikið hlegið og klappað.
Við erum ótrúlega hressar eftir æfinguna og ætlum okkur mikla sigra á fimleikasviðinu. Sjáum til samt hversu hressar við verðum í fyrramálið þegar harðsperrurnar og gamla gigtin láta á sér kræla. En við mætum samt pottþétt næst.
Þetta var svooo gaman.
p.s. myndin var ekki tekin á æfingunni í mosó.
6 comments:
Velkomin í fimleikaheiminn!! Þetta er sko mesta snilld EVER!! Ég hlakka til hverrar æfingar og er næstum farin að þykja vænt um harðsperrurnar sem hafa verið ansi fastir gestir hjá mér síðan ég byrjaði;)
Hvað eruð þið oft í viku og hvað lengi í einu? Í Gerplu erum við 2svar í viku, 2tíma í senn.
Þetta var FRÁBÆRT !!!!
Hrikalega hlakka ég til að fara næst.
En, jamm, það eru smá harðsperrur að gera vart við sig hjá mér núna og smávegis stífleiki í hálsi, en það getur nú varla verið fimleikunum að kenna ;-)
mér er alveg að fara að detta einhver góð afsökun í hug....
Eyrún, þetta er einu sinni í viku hjá okkur í klukkutíma í senn og mjöööög frjálst prógram, og greinilegt að við þurfum að fá meiri tíma til að standa jafnfætist öðrum fimleikafélögum.
Úff, já. Harðsperrur og eymsli í hálsi eftir kannski misvel heppnaðar lendingar úr heljarstökkunum. En vá hvað þetta var gaman.
Mosfellingarnir eru greinilega algjörir amatörar miðað við Gerplufólkið, alveg fjórum sinnum meiri æfingar á þeim bænum. Þetta barasta gengur ekki!!!
Fín mynd af þér Lóla, þú ert greinilega að æfa á fleiri stöðum en í Mosó. Spurning samt með fimleikabolinn, ekki alveg þinn litur (þú ert meira svona útí vorlitina).
ó mæ! Þetta er hrikalegt litgreiningarklúður. Nonni tískulögga verður greinilega að bjarga búningamálum fimleikafélagsins fyrir næstu sýningu. Kemurðu ekki bara með litgreiningarslæðurnar og litaprufur á næstu æfingu?.... ho ho ho....
Post a Comment