7.2.07

Súrrealísk fullkomnun


Ég hef alla tíð verið heilluð af júróvisjón keppninni. Samt er ég ekki hommi og ekki aðdáandi glimmerbúninga og samhæfðra dansatriða. Nei, það sem ég fíla við júróvisjón er ehemm... tónlistin. Og núna er ég ekki að plata. Já, í alvöru. Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á júróvisjónlög. Það er eitthvað sjarmerandi við það að hlusta á lög sem hafa verið vandlega valin til að vera fulltrúar og stolt hvers lands og þjóðar. Austuríkismenn með jóðl, Þjóðverjar með gleðipopp í lederhosen, tyrknesk þokkadís með djúpa söngrödd og seiðandi þjóðlagaundirtón, bretar með léttpopp, brosandi danir með ligeglad sveiflu, Malta með þrusuvel sungið ofurvæmið lag, og Íslendingar... já... íslendingar. Tilbúnir að sigra heiminn.

Mörgum hefur þótt þessi júróvisjónlaga áhugi minn undarlegur. Það er í lagi að hafa gaman að júróvisjón til að halda gott partí, það er í lagi að hafa gaman að stemmningunni í kring um þetta, mjög fínt að fylgjast bara með stigagjöfinni - en þeim sem finnast júróvisjónlögin algjört æði - þeir eru skrýtnir. Þeir eru plebbar.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ.
Ég er algerlega sammála þessum 5 síðustu setningum.
Ef maður horfir á júróvijón, þá er það best með AC/DC í botni...
eða er maður líka plebbi þá...

Við skulum tékka á þessu í plebbabókinni á Akureyri við tækifæri.

Jóhanna said...

Við skulum bara fletta þessu upp í kollinum á Óla. Ég man ekki betur en hann hafi lært plebbabókina utanað, alveg spjaldanna á milli, í bústaðarferðinni góðu ;-)