Súrálsvinnsla er einn sóðalegasti iðnaður heims því eitraður úrgangur er helmingur framleiðslunnar. Álbræðsla er orkufrek og mengandi. En ál er ódýrt og ál er til margra hluta nytsamlegt.
En af hverju er ál ódýrt? Jú, vegna þess að það er ódýrt í framleiðslu. Við Íslendingar leggjum okkar af mörkum með því að bjóða rafmagn á útsöluverði til álfyrirtækjanna. Annars væri ál ekki svona ódýrt. Ál er í beinni samkeppni við önnur efni s.s. stál, gler, pappír, pappa og plast. Oft hefur ál vinninginn vegna eiginleika efnisins, oft hefur ál vinninginn því það er ódýrast.
Um 20% af álframleiðslu heimsins fara í einnota umbúðir, s.s. dósir og álbakka. Árið 2004 hentu Bandaríkjamenn 1,2 milljónum einnota umbúða á haugana. Það er nær fjórföld ársframleiðsla álversins í Reyðarfirði. Ál er ódýrt, það kostar ekkert að henda því í ruslið. Í Bandaríkjunum er ekki skilagjald á áldósir, álframleiðendur vinna gegn því. Það myndi draga úr gróða álfyrirtækjanna. Á einu ári henda Bandaríkjamenn fjórum starfsárum álversins á Reyðarfirði á haugana. Ætli skilagjald á dósir hefði gert Kárahnjúkavirkjun óþarfa?
"Umhverfisvæna" rafknúna álbræðslan á Íslandi veldur því að það kostar ekkert að henda áli. Álframleiðendur hagnast og halda áfram að vinna gegn skilagjaldi á dósum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment