7.2.07

En ég er vön því að hafa skrýtinn tónlistarsmekk. Allt frá því í grunnskóla þegar ég fór að hlusta á U2, Smiths og Dire Straits í stað þess að hlusta á Modern talking og Milli Vanilli. Svo hlustaði ég á Cure, Sykurmolana, Pixies og Nirvana á sama tíma og ég var á kafi í Tchaikovsky og Grieg og allt þetta rann ljúflega inn um eyru mín um leið og ég rúllaði júróvisjónkeppninni frá árinu áður í gegn um vídeótækið.

En þetta varð fyrst skrýtið þegar ég byrjaði ég að vinna með Bjössa slöngu í garðslættinum. Þá var ég byrjuð að hlusta á djass og blús og hann kynnti mig fyrir Sex pistols, Dead Kennedies, Clash og S/h Draumi. Og ég smitaðist. Í hönd fór þungbær tími fyrir foreldra mína og vini. Mér tókst að eignast allt útgefið efni Dr. Gunna með S/h draumi, ásamt fjöldanum öllum af kassettum sem Doktorinn gaf út með eigin efni og alls konar neðanjarðarbílskúrsböndum. Komst meiraðsegja á tvenna tónleika með S/h draumi áður en þeir lögðu upp laupana. Síðan þá hef ég alla tíð borið gríðarlega virðingu fyrir doktornum og verið í óformlegum aðdáendaklúbbi hans.

Þið getið því ekki ímyndað ykkur hversu ólýsanlega mikið það gladdi mig síðasta laugardagskvöld að upplifa þá óvæntu ánægju að hafa lag Dr. Gunna í undankeppni júróvisjón. Og svona flott sungið og performað hjá Heiðu. Þetta hefði einungis getað orðið fullkomara ef í laginu hefði verið klarínettsóló eftir Grieg flutt af Benny Goodman, Anthony vinur minn(and the Johnsons) hefði sungið bakraddir og Kim Deal spilað á bassann. Oh, þá gæti ég dáið hamingjusöm. Súrrealísk fullkomnun.

3 comments:

Anonymous said...

Já, þvílík fullkomnun...
(hristi haus) Ég hef aldrei getað skilið þennann júróáhuga
- en ég er til í að koma í júrópartý :-) það er alltaf gaman

Smooth Salvatore Bruno said...

hehe. Ég er að komast á þetta stig að geta horft á júró þrátt fyrir ruslið, en ég er sammála þér með það að lagið hans Gunna var skemmtilegt.

Anonymous said...

Eruð þið að segja mér að ég verði að fara og finna þetta lag þeirra Gunna og Heiðu einhversstaðar á netinu og hlusta á það ?
Það væri amk. ekki vitlausara en margt annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur í þessari flesnu - horfði t.d. á skólafittness á netinu í gærkvöldi.