Á sólríku Jamaíku er mikið af rauðum jarðvegi sem kallast báxít. Úr báxítinu er unnið súrál sem er flutt til Íslands, þar sem "vistvæn og endurnýtanleg" orka er notuð til að vinna úr því ál. Álklumparnir eru svo fluttir frá Íslandi út um allan heim og búnir til úr því bílar, flugvélar, áldósir, álpappír ofl. Við viljum ekki lifa í heimi án áls. Ál er frábært - hreint og náttúruvænt.
En bíðið nú við, 4 tonn af jarðvegi gera 2 tonn af súráli sem gera 1 tonn af nýtanlegu áli? Hvað verður um hin 3 tonnin?
Eftir að 4 tonn af báxíti hafa verið skoluð upp úr vítissóda til að framleiða súrál, sitja eftir 2 tonn af rauðri leðju. Basískri og hættulegri leðju. Þessari leðju er safnað í tjarnir og uppistöðulón, þar sem hún smám saman mengar grunnvatn, stöðuvötn og drykkjarvatn. Hreint drykkjarvatn á jamaíka er orðið af skornum skammti og margvísleg heilsufarsvandamál manna og skepnudauði eru rakin til þessarar mengunar. Núna eru jamaíkabúar farnir að spyrna við fótum gegn súrálsvinnslu í landinu.
Vinnsla súráls úr báxíti er orkufrek og Íslendingar eiga nóg af orku. Árið 2003 unnu iðnaðarráðuneytið og landsvirkjun að undirbúningi súrálsverksmiðju á Íslandi. Allir vildu fá þessa lyftistöng í sitt sveitarfélag og kom m.a. til greina að setja verksmiðjuna niður við ósa Laxár í Aðaldal. Verksmiðjan átti að skapa fjölmörg ný störf. Ekkert var rætt um þær 2 milljónir tonna af eitraðri rauðri leðju sem óhjákvæmilega myndu verða til og hvert ætti að setja hana. 2 milljónir tonna er 15 sinnum meira magn en það rusl sem berst til Sorpu á einu ári.
Sem betur fer varð ekkert úr þessum framkvæmdum. Allavega í bili. Óvíst hvaða stóriðjudrauma ríkisstjórnina dreymir á morgun.
Hrollvekjandi staðreyndir úr Draumalandi Andra Snæs Magnasonar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment