19.2.07

Nýgift!



Í dag fórum við til sýslumanns, settum upp hringa og sögðum já.
Athöfnin var hátíðleg og látlaus og Snæfríður, Sindri og Sólveig voru viðstödd.

Eftir borgaralegan brúðkaupsdag, tökum við stefnuna á konunglega hveitibrauðsdaga.

8 comments:

Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !

Æðisleg mynd. Gott að Sindri fékk ykkur til að fara í betri gallanum.
Hann er sko alveg með það á hreinu hvenær maður á að nota sparifötin.
Ég man svo vel eftir því þegar ég kom með þau Snæfríði upp á spítala þegar Sólveig Embla fæddist og þurfti fyrst að fara upp í Grafarvog til að ná í jakkafötin hans.

Innilegar giftingarkveðjur af Grandaveginum.

Guðrún, Nonni, Þórdís, Signý og Ólafur Þorri

Anonymous said...

Elsku vinir,

Hjartanlega til hamingju með daginn! En finnst ykkur komin næg reynsla á sambandið?

Allra bestu kveðjur og óskir um góða ferð af Barðaströnd 5.

Kalli

Anonymous said...

Vá þetta eru engar smá fréttir. Innilega til hamingju. En gaman. Greinilega komið miklu í verk svona bæði heimavinnandi þessa dagana. Við hlökkum til að hitta nýgiftu hjónin sem fyrst. Bkv Kalli, Tinna, Ari Páll, Katrín Anna og Katla.

Anonymous said...

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.

Og eigið góða hveitibrauðsdaga.....

kv.

Elva Dröfn

Anonymous said...

Innilega til hamingju með þessa ákvörðun.

Heillakveðjur til ykkar allra

Valdís Vera og fjölskylda

Anonymous said...

Þar kom að því! Það var kominn tími til að Einar gerði heiðvirða konu úr Lólu. Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra.

Siggi, Beta, Anna Rakel (steinsofandi núna), Júlíus Máni (líka stein...) og Flosi (hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast).

Anonymous said...

Kæru vinir.
Hjartanlega til hamingju með hjónabandið ykkar :) "Góðir hlutir gerast hægt" segi ég nú bara....
Bestu kveðjur að norðan!
Heiða

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með þetta kæru hjón!

Gleðilegt að sjá að Lóla tók þér loksins Einar Pálmi!
Gaman að sjá þessa fallegu mynd af ykkur.
Hjartanlega til hamingju með hjónabandið, megi það vera langlíft, veita ykkur lífsgleði og hamingju (og bera ríkulegan ávöxt?)!
Njótið hveitibrauðsdaganna og brúðkaups-ferðarinnar, kær kveðja úr Álfatúninu, Heiðrún, Jón Egill, Almar og Eygló María.