19.2.07

Skákfréttir



Snæfríður er komin í B-sveit Rimaskóla í skák. Skáksveit þessi státar af gríðarlega öflugum skákmönnum sem flestir eru bekkjarbræður Snæfríðar og teljast bestu skákmenn landsins í sínum aldursflokki. Það er því vel af sér vikið hjá henni að komast í þessa sveit. Á síðasta föstudag unnu þau til silfurverðlauna á grunnskólamóti í skák. Gullverðlaunin fékk A-sveit Rimaskóla og munaði aðeins einu stigi á sveitunum.



Sindri stefnir líka í að verða góður skákmaður. Hann tók þátt í sínu fyrsta skákmóti núna um helgina, Risapizzuskákmótinu og var þar yngsti keppandinn. Hann stóð sig frábærlega vel, en á eftir að læra betur að máta. Eins og er, einbeitir hann sér að því hreinsa borðið alveg áður en hann byrjar að máta. Í síðustu skákinni var hann langt kominn með að útrýma andstæðingnum auk þess sem hann var búinn að vinna sér inn 2 auka drottningar og byrjaður að skáka á kónginn þegar hann féll naumlega á tíma og tapaði þar með skákinni. En hann fór ekki tómhentur heim, vann nýjasta geisladisk Jóhanns Helgasonar ;-)

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er þvílíkir snillingar! kunna meira í skákinni en ég. Amma Íja er nú ágætis skákmaður :)
Jæja er þá verið að pakka sólkreminu og sundfötunum ofaní tösku? Góða ferð mín kæra fjölskylda. Ég vildi að ég væri að fara. Hef þvílíka útþrá núna...en annars er farið að birta mjög úti og því komin bara vorhugur í mann.
Hlakka til að fá ykkur aftur heim.

Anonymous said...

Glæsilegt hjá krökkunum.
Til hamingju með þetta Snæfríður og Sindri.
Hvenær verður svo farið að kenna Sólveigu Emblu mannganginn ?