
Hérna gengur allt eins og í sögu. Litla skott er orðin 5 daga gömul og stendur sig með stakri prýði. Gerir allt sem lítil börn eiga að gera. Drekkur mjólk, ropar, kúkar og pissar í tilskilinn fjölda af bleijum, sefur vel og heillar fjölskyldu sína upp úr skónum. Og það sem meira er, hún tekur snuð af mikilli lyst. Það er lúxus sem ekki hefur áður sést á þessu heimili og við ráðum okkur vart af aðdáun á þessum litla snillingi.
Á morgun förum við á landspítalann í reglubundna læknisskoðun nýbura og eftir það verður hún útskrifuð formlega af spítalanum.
7 comments:
Sæl öll !
Innilega til hamingju með litlu skvísuna. Algjört krútt. Gaman að fá að fylgjast með á blogginu ykkar. kv. Heiðrún, Jón Egill og Almar.
Hæ kæru vinir!
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, hún er yndisleg, það er smá mömmusvipur á henni eins og á stóru systur.
Þú stóðst þig aldeilis vel Lóla mín, þú ert hetja!!
kær kveðja Heiða
Glæsilegt og takk fyrir póstinn Einar Pálmi!
Til hamingju með þetta kraftaverk.
Gaman að sjá myndirnar og eins stóru systkinin, því long tæm nó sí. Þið megið vera stolt af þeim öllum! Engar myndir af EP?
Hvaða hvaða.
Ég reikna með að hann svífi yfir myndefninu, því er hann líklega ekki á myndunum. Biddu myndasmiðinn að taka líka myndir upp í loft.
Með kærum kveðjum til allra,
Óskar Ingi og fjölskylda.
Hæ hæ,
Innilegar hamingjuóskir með litlu snúlluna, hún er rosalega sæt! :)
Kær kveðja af nesinu, Jóhannes
HæHæ
Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn! Erum sammála gestum síðunnar um að hún líkist Snæfríði mjög á myndum. Hlökkum til að sjá skvísuna í eigin persónu.
kv Jobbi, Eyrún, Birkir og Ásdís
Hæ Hæ og til hamingju með Stelpuna:):):):)
sá nu strax að huna og snæfríður Eru ellveg eins:) Enn hlakka til að sjá hana:):)
Hæ, gaman að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn og stoltu stóru systkinin.
Bestu kveðjur,
afi og co
Post a Comment