Eins og margir vita þá líður tíminn hratt á gervihnattaöld. Sólveig veit það. Og til að minna foreldra sína á þetta, þá dreif hún í að vaxa upp úr vöggunni sinni. Einn morguninn skellihló hún framan í okkur þar sem við stóðum og undruðumst yfir því hversu lítil vaggan væri skyndilega orðin.
Á skömmum tíma fór allt heimilið á annan endann. Litla prinsessan hún Sólveig átti að fá sérherbergi fyrir rimlarúmið sitt. Þurfti bara "smá" tilfæringar með skrifborð og tölvu, já og líka möppur, blöð og bækur sem áður höfðu átt sitt sérherbergi í friði. En smáverkefni eiga það til að verða stór á þessu heimili. Allt í einu vorum við komin í allsherjar pappírstiltekt sem teygði anga sína inn í flesta skápa og skúffur heimilisins og jafnvel líka upp á háaloft. Einhversstaðar þurfti að koma þessum brottræku íbúum herbergisins fyrir.
Í nótt var fyrsta nótt Sólveigar í rimlarúminu í sínu herbergi. Henni líkaði vistin vel. Tölvan og skrifborðið eiga nú athvarf í herberginu okkar. Skápar og skúffur finna fyrir áður óþekktri tómleikatilfinningu. Í endurvinnslutunnunni úti í garði hvílir pappírsfjall. Bráðlega verður það sent með skipi til Svíþjóðar. Þegar það kemur aftur til okkar heitir það Edet eða Tork salernispappír. Það verða ljúfir endurfundir ;-)
29.8.06
23.8.06
Montinn?

Sólveig fór í 3ja mánaða skoðunina sína í dag, vigtun, læknisskoðun og fyrstu bólusetninguna. Sindra leist svona mátulega vel á að það ætti að fara að sprauta litlu systur hans og hélt fast í hendina á henni þegar við vorum inni hjá lækninum. Læknirinn var hinn hressasti og fór að spjalla við Sindra meðan hann togaði og potaði í Sólveigu. "Ertu ekki montinn af litlu systur?" Nei, svaraði Sindri alveg blákalt og hélt áfram að klappa litlu systur sinni. Læknirinn varð hálf hissa á hreinskilnu svarinu, en tautaði eitthvað um að það geti nú verið erfitt að eiga lítil systkini.
Eftir skoðunina spurði ég Sindra hvort hann vissi hvað þýddi að vera montinn. Jú, hann vissi það og lék fyrir mig mjög montinn og leiðinlegan strák sem þóttist vita allt og geta allt betur en aðrir. Og svona montinn og leiðinlegur er hann sko alls ekki við hana Sólveigu. Eftir að ég var búin að útskýra fyrir honum flókin blæbrigði íslenskrar tungu vildi hann helst snúa við og tilkynna lækninum að hann væri alveg hæstánægður með systur sína. "Auðvitað er ég alltaf ánægður með hana" sagði hann og skildi ekki hvers vegna einhverjum dytti í hug að spyrja að öðru eins.
Og Sólveig kom vel út úr skoðuninni. Fínn krakki, flott stelpa, var "læknisfræðilega greiningin". Hún er yfir meðaltali í lengd og þyngd, samsvarar sér vel og er alveg að fara að brjóta 6kg múrinn. Og ekki einu sinni smá skæl yfir sprautunni.
21.8.06
Græna byltingin!
Núna er umhverfisátak í gangi í Hrísrimanum.
Núna flokkum við til endurvinnslu eftirfarandi:
1. Allan pappír, allt niður í það smæsta. Bréfið utan af tepokunum sleppur ekki í ruslið.
2. Allar pappaumbúðir og allan pappa.
3. Fernur. (Nema súrmjólkurfernur. Ég fæ mig ekki enn til að vaska þær upp)
4. Plastumbúðir með ákveðnum endurvinnslumerkingum. Sjampóbrúsar, brauðpokar oþh.
5. Málmur. Niðursuðudósir, vírherðatré, lok af glerkrukkum oþh.
Og haldið þið að þetta sé eitthvað mál? Neibb, alls ekkert mál. Við fengum endurvinnslutunnu http://www.gamar.is/gamar/panta/ frá gámaþjónustunni og setjum allt þetta í hana. Hún er losuð mánaðarlega og þar með þurfum við ekki að fara í endurvinnsluna nema örsjaldan til að skila batteríum, fötum og skóm, nytjahlutum og spilliefnum. Umhverfisátak fyrir letingja :-)
Meira um grænu byltinguna síðar....
Núna flokkum við til endurvinnslu eftirfarandi:
1. Allan pappír, allt niður í það smæsta. Bréfið utan af tepokunum sleppur ekki í ruslið.
2. Allar pappaumbúðir og allan pappa.
3. Fernur. (Nema súrmjólkurfernur. Ég fæ mig ekki enn til að vaska þær upp)
4. Plastumbúðir með ákveðnum endurvinnslumerkingum. Sjampóbrúsar, brauðpokar oþh.
5. Málmur. Niðursuðudósir, vírherðatré, lok af glerkrukkum oþh.
Og haldið þið að þetta sé eitthvað mál? Neibb, alls ekkert mál. Við fengum endurvinnslutunnu http://www.gamar.is/gamar/panta/ frá gámaþjónustunni og setjum allt þetta í hana. Hún er losuð mánaðarlega og þar með þurfum við ekki að fara í endurvinnsluna nema örsjaldan til að skila batteríum, fötum og skóm, nytjahlutum og spilliefnum. Umhverfisátak fyrir letingja :-)
Meira um grænu byltinguna síðar....
18.8.06
Hrísrimarok(k)
Eftir að krakkarnir sofna svona uppúr tíu höfum við Lóla 2 tíma til að sinna okkar hugðarefnum, þ.e. eftir að við erum búin að þvo og laga til. Við kíkjum stundum á skjáinn en oftar lesum við blöðin, kíkjum í bók, liggjum yfir kjöltutölvunni og hlustum á tónlist. Undanfarið hefur ósjaldan verið hlustað á Astral Weeks með Van Morrison. Ég keypti þennan disk fyrir nokkrum árum en líkaði ekki allskostar við. Við fórum að spila hann fyrir nokkrum vikum og létum hann líða í nokkur skipti í gegnum Ipodinn. Smám saman síaðist tónlistin inn og í dag er hann í miklu uppáhaldi. Annars benti Kári vinnufélagi minn mér á skemmtilega síðu: www.pandora.com Þetta er einskonar einkaútvarpsstöð sem spilar einungis tónlist sem þér líkar við, allavega eftir að hafa kynnst þér dulítið. Í kvöld höfum við verið með með 3 stöðvar í gangi; Muse, Rick Berlin og Anthony and The Johnsons.
Nick Cave - Into my arms
Sælt veri fólkið. Nú styttist í tónleika Nick Cave og ég fer að koma mér í gírinn. Ég birti hér fallegan texta eftir kallinn en lagið er mitt uppáhaldslag með NC: Into My ArmsI don't believe in an interventionist GodBut I know, darling, that you doBut if I did I would kneel down and ask HimNot to intervene when it came to youNot to touch a hair on your headTo leave you as you areAnd if He felt He had to direct youThen direct you into my armsInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my armsAnd I don't believe in the existence of angelsBut looking at you I wonder if that's trueBut if I did I would summon them togetherAnd ask them to watch over youTo each burn a candle for youTo make bright and clear your pathAnd to walk, like Christ, in grace and loveAnd guide you into my armsInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my armsAnd I believe in LoveAnd I know that you do tooAnd I believe in some kind of pathThat we can walk down, me and youSo keep your candlew burningAnd make her journey bright and pureThat she will keep returningAlways and evermoreInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms
-----------------------------------
words and music by Nick Cave
-----------------------------------
words and music by Nick Cave
17.8.06
Rúllandi rúllandi

Já, nú er það staðfest og skjalfest. Sólveig Embla er byrjuð að velta sér. Fyrsti veltingurinn var að vísu í byrjun ágúst. Þá var Sólveig í smá pössun hjá Guðrúnu systur, og eins og venjulega er ekki hægt að skilja börn eftir hjá henni án þess að þau læri eitthvað nýtt. Við vorum rétt farin út úr húsi þegar Guðrún hringir og tilkynnir að Sólveig hafi velt sér af baki á maga.
Síðan þá hefur Sólveig ekki endurtekið þann velting, en það er auðvitað bara vegna þess að Guðrún hefur ekkert passað hana aftur ;-)
En svo var það einn daginn í þessari viku að Sólveig hélt flotta sýningu fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Velti sér svona glæsilega af maga á bak. Gerði þetta nokkrum sinnum í röð og í viðurvist margra vitna þannig að þetta afrek færi alls ekki á milli mála.
Morgunhanar

Um leið og við komum að norðan breytti Sólveig háttatímanum sínum. Fyrstu nóttina heima sofnaði hún kl 10 í staðinn fyrir miðnætti. Hún hélt sig svo við þennan tíma á ferðalögum okkar um suðurlandið. Mætti halda að það væri landfræðilegur tímamismunur milli norðurlands og suðurlands.... en jæja. Þetta hafði auðvitað í för með sér að fjölskyldan fór fyrr að sofa og fyrr á fætur.
En það er víst aldrei hægt að segja A án þess að segja B. Á augabragði breyttumst við í morgunhressu fjölskylduna. Snæfríður byrjaði á skautanámskeiði og þurfti að mæta eldsnemma. Klukkan hálfátta einn morguninn. Já, HÁLFÁTTA!!! Og við fórum létt með það.
Sindri fer alla morgna á sundnámskeið klukkan 9 og lærir að synda bringusund, skriðsund og baksund og kafar eftir botninum eins og ekkert sé.
Og Sólveig tekur sitt hlutverk í morgunhressu fjölskyldunni mjög hátíðlega. Sofnar núna á milli 8 og 9 á kvöldin og vaknar eldhress um átta á morgnana. Alveg eins og allar uppeldisbækurnar segja að börn eigi að gera ;-)
9.8.06
Byggt á bökkum Þjórsár
Þríþraut

8.8.06
Nýjustu afrekin

Í einni smökkuninni rataði þumalfingur svona líka ljúflega í munninn og það kunni Sólveig mjög vel að meta. Núna er þumalfingurinn soginn af áfergju við ýmis tilefni. Snuddan, sem var því miður komin ansi neðarlega á vinsældarlistann hennar, hefur færst enn neðar.
En Sólveig hefur líka uppgötvað önnur not fyrir hendurnar sínar. Að leika sér með dót. Hún unir sér mjög vel og lengi á leikteppinu sínu þar sem ýmis frumskógardýr hanga allt í kring um hana, allt innan seilingar. Og svo er hún farin að halda á hringlum og skoða með höndum og munni.
En skemmtilegast er nú samt að rannsaka okkur stærri fjölskyldumeðlimina. Að klappa á kinnar, klípa í nef og tosa í hár er hreint frábær skemmtun :-)
6.8.06
Stóra systir S1
Passa, Vinkonurnar, Bláa kannan, Ristaðbrauð með smjöri og osti, Dúkkurnar, Vera í vatni, Náttúran, Hestar, Galdrastelpurnar, Akureyri, Perla, Leikjanet.is, Hjóla, Lita, Gömlu fötin, Hlutverkaleikur, Leikhús, Leira, Ís, Sveit, Fótboltabúningar, Sætabrauð, Morgunblöðin....
Heimasætan í Hrísey

Við vorum að rölta um í Hrísey þegar Snæfríður bendir á mann í fjarska og segir: "þarna er smíðakennarinn í Rimaskóla". Mér finnst barnið sjá ansi vel svona langt frá sér, en jæja, maður þekkir kennarana sína oft af löngu færi. Spyr hvort hún vilji hlaupa og heilsa upp á hann. "Nei, hann kennir bara eldri bekklingum". Æ, já, ég var búin að gleyma að hún þekkir allt starfsfólk hins risastóra og fjölmenna Rimaskóla. Og þekkir auðvitað alla í sínum árgangi með nafni og getur bent á nær alla krakka hér í hverfinu og sagt "þessi er í fyrsta bekk, þessi er í fjórða bekk".
Þegar hún var lítil stelpa á Hagaborg var hún snögg að læra nöfnin á öllum krökkunum, þekkti hvaða foreldra hvaða krakki átti og hvernig bíl og já, þekkti líka öll fötin þeirra. Ef fóstrurnar voru í vafa um hver átti einhverja flík í óskilum, þá var Snæfríður spurð.
Veit líka ólíklegustu hluti, eins og hvaða bílaumboð flytur inn hvaða bílategundir. Hver er vinsælasti bíll á Íslandi. Hver er með lægstu bilanatíðnina....
Eftir nokkrar fótboltaæfingar með KA í sumar kom hún og taldi upp fyrir mig nöfnin á öllum stelpunum. Gat sagt mér hvað hver og ein var gömul og í hvernig fötum allar voru. Og þegar hún fór að telja upp fyrir mig skóstærðir...... þá varð ég hissa.
Stóri bróðir S2
Gengið til sólarlags í Hrísey
Subscribe to:
Posts (Atom)