
Um leið og við komum að norðan breytti Sólveig háttatímanum sínum. Fyrstu nóttina heima sofnaði hún kl 10 í staðinn fyrir miðnætti. Hún hélt sig svo við þennan tíma á ferðalögum okkar um suðurlandið. Mætti halda að það væri landfræðilegur tímamismunur milli norðurlands og suðurlands.... en jæja. Þetta hafði auðvitað í för með sér að fjölskyldan fór fyrr að sofa og fyrr á fætur.
En það er víst aldrei hægt að segja A án þess að segja B. Á augabragði breyttumst við í morgunhressu fjölskylduna. Snæfríður byrjaði á skautanámskeiði og þurfti að mæta eldsnemma. Klukkan hálfátta einn morguninn. Já, HÁLFÁTTA!!! Og við fórum létt með það.
Sindri fer alla morgna á sundnámskeið klukkan 9 og lærir að synda bringusund, skriðsund og baksund og kafar eftir botninum eins og ekkert sé.
Og Sólveig tekur sitt hlutverk í morgunhressu fjölskyldunni mjög hátíðlega. Sofnar núna á milli 8 og 9 á kvöldin og vaknar eldhress um átta á morgnana. Alveg eins og allar uppeldisbækurnar segja að börn eigi að gera ;-)
No comments:
Post a Comment