17.8.06

Rúllandi rúllandi


Já, nú er það staðfest og skjalfest. Sólveig Embla er byrjuð að velta sér. Fyrsti veltingurinn var að vísu í byrjun ágúst. Þá var Sólveig í smá pössun hjá Guðrúnu systur, og eins og venjulega er ekki hægt að skilja börn eftir hjá henni án þess að þau læri eitthvað nýtt. Við vorum rétt farin út úr húsi þegar Guðrún hringir og tilkynnir að Sólveig hafi velt sér af baki á maga.

Síðan þá hefur Sólveig ekki endurtekið þann velting, en það er auðvitað bara vegna þess að Guðrún hefur ekkert passað hana aftur ;-)

En svo var það einn daginn í þessari viku að Sólveig hélt flotta sýningu fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Velti sér svona glæsilega af maga á bak. Gerði þetta nokkrum sinnum í röð og í viðurvist margra vitna þannig að þetta afrek færi alls ekki á milli mála.

No comments: