18.8.06
Hrísrimarok(k)
Eftir að krakkarnir sofna svona uppúr tíu höfum við Lóla 2 tíma til að sinna okkar hugðarefnum, þ.e. eftir að við erum búin að þvo og laga til. Við kíkjum stundum á skjáinn en oftar lesum við blöðin, kíkjum í bók, liggjum yfir kjöltutölvunni og hlustum á tónlist. Undanfarið hefur ósjaldan verið hlustað á Astral Weeks með Van Morrison. Ég keypti þennan disk fyrir nokkrum árum en líkaði ekki allskostar við. Við fórum að spila hann fyrir nokkrum vikum og létum hann líða í nokkur skipti í gegnum Ipodinn. Smám saman síaðist tónlistin inn og í dag er hann í miklu uppáhaldi. Annars benti Kári vinnufélagi minn mér á skemmtilega síðu: www.pandora.com Þetta er einskonar einkaútvarpsstöð sem spilar einungis tónlist sem þér líkar við, allavega eftir að hafa kynnst þér dulítið. Í kvöld höfum við verið með með 3 stöðvar í gangi; Muse, Rick Berlin og Anthony and The Johnsons.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment