Núna er umhverfisátak í gangi í Hrísrimanum.
Núna flokkum við til endurvinnslu eftirfarandi:
1. Allan pappír, allt niður í það smæsta. Bréfið utan af tepokunum sleppur ekki í ruslið.
2. Allar pappaumbúðir og allan pappa.
3. Fernur. (Nema súrmjólkurfernur. Ég fæ mig ekki enn til að vaska þær upp)
4. Plastumbúðir með ákveðnum endurvinnslumerkingum. Sjampóbrúsar, brauðpokar oþh.
5. Málmur. Niðursuðudósir, vírherðatré, lok af glerkrukkum oþh.
Og haldið þið að þetta sé eitthvað mál? Neibb, alls ekkert mál. Við fengum endurvinnslutunnu http://www.gamar.is/gamar/panta/ frá gámaþjónustunni og setjum allt þetta í hana. Hún er losuð mánaðarlega og þar með þurfum við ekki að fara í endurvinnsluna nema örsjaldan til að skila batteríum, fötum og skóm, nytjahlutum og spilliefnum. Umhverfisátak fyrir letingja :-)
Meira um grænu byltinguna síðar....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment