8.1.07

David Robert Jones sextugur

Ég man fyrst eftir að hafa heyrt í DB þegar ég er 5-6 ára og heyrði “Life on Mars” og “Starman” í útvarpinu. Það var eitthvað heillandi við þessa tónlist en ég átti nú einungis eina plötu á þessum árum (’74) og það var smáskífan “Seasons in the Sun” með Terry Jacks:

“Goodbye to you my trusted friend
We've known each other since we were nine or ten
Together we climbed hills and trees
Learned of love and A B C's
Skinned our hearts and skinned our knees” …

(http://www.geocities.com/bjaes.geo/lyrics/seasons.htm) – endilega hlustið á þessa útgáfu.

Á þessum tíma var sennilega Einar Logi (5 ára) að raula Bob Dylan þannig að þið sjáið að ég var ekki mjög þroskaður tónlistarlega! Ég man ekki hvernig mér áskotnaðist þessi smáskífa en sennilega voru það mútur til að ég umbæri nýju systkinin mín Agga og Maju. Ég var hálfgildings einbirni fram að komu þeirra ’72-’73 og þetta hefur áreiðanlega reynt töluvert á mig.

Segir nú ekki af kynnum mínum af DB fyrr en um jólin 1977 er Ingvar bróðir fékk “Heroes” í jólagjöf frá systrum sínum í Reykjavík. Ingvar og hans vinir hlustuðu mikið á tónlist og ég hékk oft yfir þeim og drakk í mig þá tónlist sem þeir hlustuðu á, á meðan þeir drukku eitthvað annað!

1 comment:

Anonymous said...

Thanks for writing this.