12.1.07
Úlfur Anthony Heafield 2ja ara!
Ég kynntist Úlfi fyrir sléttum tveimur árum, klukkutíma eftir fæðingu hans. Hann er auðvitað snillingur eins og öll önnur afmælisbörn sem ná að komast á þessa síðu. Úlfur er duglegur strákur og gefur eldri krökkum ekkert eftir. Hann er áhugasamur að tala við frændfólk sitt í síma en vill helst tala við Snasussuss og Sinda (Snæfríði og Sindra) á þessu heimili. Allir snillingar hafa veikleika og hans er að telja að Einar frændi sé amma Íja þegar hann talar við hann í síma, iðulega! úlfur er sagður feiminn á leikskólanum en með sínu fólki vill hann vera í sviðsljósinu og lætur í sér heyra. Úlfur er flínkur með bolta og mikill áhugamaður um dans, byrjaði snemma að dilla sér er hann heyrði tónlist og á sennilega eftir að láta að sér kveða á þessum vettvangi. Við komumst ekki norður í afmælið hans en sendum okkur bestu kveðjur úr Hrísrimanum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Takk kærlega fyrir hlýja og skemmtilega afmæliskveðju. Og...jafnvel þó þú hafir ekki verið mikið í kringum hann á þessum tveimur árum, þá þekkir þú kauða vel! blíður skaphundur hann er, algjör Hraunfellingur er það ekki?
Kveðja frá Úlfir og Travis
Post a Comment