16.6.06

Alltaf gaman að svona pælingum....

Spurning 1:
Þú hittir ólétta konu sem á 8 börn fyrir. Þrjú þeirra eru heyrnarlaus, tvö eru blind, eitt er fatlað og eitt með sýfilis; Myndirðu mæla með því að hún færi í fóstureyðingu eða myndirðu ráðleggja henni að eiga barnið ?

Spurning 2:
Segjum að nú væri alþjóðakosning og kjósa ætti leiðtoga heimsins. Þrír aðilar eru í framboði og þitt atkvæði ræður úslitum.
Frambjóðandi A:
Er í samkrulli við spillta stjórnmálamenn og ráðfærir sig við stjörnufræðinga. Hann hefur átt tvær hjákonur, hann keðjureykir og drekkur 10 Martini drykki á dag.
Frambjóðandi B:
Hefur verið rekinn úr starfi tvisvar, sefur til hádegis. Notaði Ópíum í framhaldsskóla og drekkur hálfa viskýflösku á hverju kvöldi.
Frambjóðandi C:
Hann er verðlaunuð stríðshetja og grænmetisæta. Hann reykir ekki, fær sér bjór stöku sinnum og hefur aldrei staðið í framhjáhaldi

Hvern af þessum frambjóðendum myndirðu kjósa ?

Frambjóðandi A er Franklin D. Roosevelt
Frambjóðandi B er Winston Churchill
Frambjóðandi C er Adolf Hitler

Og ef þú ert að velta fyrir þér að senda konuna úr spurningu eitt í fóstureyðingu þá varstu að drepa Ludwig Van Beethoven.

No comments: