12.6.06

Róm

Ég kom í nótt frá fótboltamóti mba skóla í Róm en ég var þar í þrjá daga og tvær nætur. Við riðum ekki feitum hesti frá mótinu, enduðum með eitt jafntefli í þremur leikjum. Það gerir þó ekkert til því við fögnum alltaf vel kvöldið fyrir leik, svona rétt til vara. Meiðsli setja mark sitt á ellihrumt Rotterdam Antibarbariliðið og spilaði ég sjálfur nánast ekkert vegna þess að vinstra hné mitt neitar að leyfa mér að hlaupa eftir uppskurð á liðþófa fyrir tveimur mánuðum. Ég einbeitti mér því meira sem þjálfari og liðstjórnandi og galdraði fram hverja snilldarleikfléttuna á fætur annarri. Á næsta ári stendur til að gefa Róm frí og taka þátt í old boys mótinu á Akureyri.

No comments: