24.6.06

Lið verður til

Nú er riðlakeppninni lokið og alvaran/spennan tekin við. Undirbúningur fyrir keppnina og sá tími sem keppnin stendur er nánast tveir mánuðir. Á þessum langa tíma ganga liðin í gegnum ýmislegt og lið með sterkan karakter (þó þau virki ekki sannfærandi í byrjun) eflast með hverjum leik og ná langt. Nú er að sjá hvaða lið ná að þróa leik sinn áfram og hafa þann karakter til að þola spennuna. Englendingar hafa ekki verið með betra lið síðan 1970 og þrátt fyrir að hafa spilað illa eiga þeir smá möguleika á að komast í undanúrslit. Argentína er með frábært lið og ætti að komast í undanúrslit og það sama má segja með Brassana. Þjóðverjar og Ítalir hafa spilað vel og Ítalía ætti að komast í undanúrslit en það verður hrikalega erfitt fyrir Þjóðverja að slá Argentínumenn út í 8 liða úrslitum (þ.e. ef þeir slá út Svía). Spánverjar hafa verið magnaðir og mæta nú mistækum Frökkum sem verður frekar erfitt fyrir þá. Spánverjar eiga að mínu mati ágætan möguleika á að komast í undanúrslit en Frakkar þurfa töluverða heppni ef þeir ætla þangð. Hollendingar og Portúgalir eru með góð lið sem sem þurfa þó að bæta leik sin ef þau ætla í undanúrslit(mætast í 8) en bæði lið hafa það sem til þarf. Önnur lið teljast til minni spámanna, Sviss minnir nokkuð á Grikkland 2004, Gana er með kraftmikið lið en hin liðin munu eiga í vandræðum. Undirritaður hefur reyndar misst nokkuð úr boltanum vegna vinnu og almennu lífstússi. Reyndar er það þannig að ég man meira frá HM 1982-1994 heldur en síðustu tveimur keppnum. Má rekja það til minni tíma til að horfa á fótbolta og örlítið breyttu lífviðhorfi eða þannig sko.

No comments: