23.6.06

Vinna Gana eða Mexíkó HM?

Ég er þeirrar skoðunar að úrslit á HM (síðustu áratugi) séu ekki eins ófyrirséð og t.d. í Evrópukeppninni þar sem t.d. smáþjóðirnar Grikkir og Danir hafa unnið öllum að óvörum. Ég er ekki að segja að “besta” liðið hafi alltaf unnið, til dæmis vann Ungverjaland ekki 1954, Holland ekki 1974 eða 1978, Brasilía ekki 1982, Frakkland ekki 1986 og svo framvegis. Það sem ég á við er að það er ávallt eitt 3-5 bestu liðunum sem hafa unnið. Það er helst að lið Argentínu árið 1986 sé undantekning á reglunni en þar var um að ræða miðlungslið fyrir utan Diego nokkurn Maradona. Breskir veðbankar töldu eftirfarandi þjóðir líklegastar til að vinna gullið fyrir keppnina: 1.Brasilía, 2. England, 3. Ítalía, 4. Þýskaland og 5. Argentína. Hér þarf að hafa í huga að Englendingar eru yfirleitt of bjartsýnir á velgengni sinna manna. Í dag er röðin eftirfarandi: 1.Brasilía, 2.Argentína, 3.Þýskaland 4-6. England, Ítalía og Spánn. Það eina sem hefur breyst er að Spánverjar þykja nú koma til greina.

No comments: