Bubbi fimmtugur og....
Snæfríður og Sindri virtust hafa nokkurn áhuga á afmælistónleikum Bubba. Mjög fljótlega fóru þau að spyrja um Stál og hnífur sem er þeirra uppáhaldslag með kallinum. Það eru þó ekki nema tvö ár síðan þau þekktu einungis einn Bubba; Bubbi byggir. Þegar líða tók á tónleikana söng Bubbi ítrekað eitthvað á þá leið “lofið drottinn”. Sindri horfði hugsi á og spyr síðan mömmu sína; “er hann ekki að stagla mamma?”. Það rifjast upp hjá mér að Bubbi á það til, rétt eins og Sindri. Það er reyndar athyglisvert að hugleiða aðeins vörumerkið Bubbi Morthens. Hann virðist vera orðin Metro-Sexual maður a la Beckham. Tónleikarnir voru ágætir á köflum en leiðinlegt hvað þeir voru mikið kommersíal og Idol fnykur yfir öllu. Til hamingju með afmælið Jobbi (06.06.06)!
No comments:
Post a Comment