
Þessi mynd var tekin í fyrra í Róm á veitingahúsinu La Fontanella, sem er alveg örugglega uppáhalds veitingahúsið okkar. Þangað fórum við þrisvar sinnum á jafnmörgum dögum í Rómarferð okkar í fyrra, í fylgd með nokkrum liðsmönnum Rotterdamska fótboltaliðsins, Antibarbari.
Síðasta heimsóknin var eftirminnilegust. Þegar við komum inn var okkur tekið eins og kóngafólki, Roberto sjálfur og allt starfsfólk snérist í kring um okkur, bugtuðu sig og beygðu, hlóðu á okkur sérréttum, blómum, besta víni hússins og hvaðeina. Rússnesku vinir okkar sem voru með okkur kunnu vel við þetta og tæmdu alla vega þrjár flöskur af hússins besta grappa - og sá ekki á þeim. Aðrir gestir staðarins horfðu forviða á okkur, hvaða merkisfólk þetta væri eiginlega. Líklega leit þetta út fyrir að rússneska mafían væri að heimsækja þá ítölsku........
Og auðvitað var Roberto og La Fontanella heimsótt aftur, nokkrum sinnum, í Rómarferð Einars og Antibarbari um helgina. Og urðu auðvitað fagnaðarfundir.
No comments:
Post a Comment