16.6.06

Hrísrimablús

Allir í hrísrimanum fengu einhvern kvefskít í síðustu viku og lágu þær mæðgur Lóla og Sólveig eftir. Nebbinn á Sólveigu litlu stíflaðist og hefur það angrað hana, sérstaklega á nóttunni. Stelpurnar eru á batavegi og verða sennilega orðnar leikhæfar eftir helgina. Annars er það að frétta af Sólveigu að hún er farin að brosa svolítið þó hún sé yfirleitt frekar alvarlega þenkjandi. Einnig hjalar hún orðið svolítið en henni liggur nú ekki hátt rómurinn þeirri stuttu. Sæmilega hefur verið fylgst með HM en EPS hefur misst af nokkrum mikilvægum leikjum vegna vinnu, ferðalaga og heimilsstarfa. Hér er vel stutt við hollenska liðið en þeir hafa ekki enn sínt sínar bestu hliðar. Ef þeir ætla sér lengra verða þeir að laga spilið og fá Robben til að gefann! Það er alls ekki samkvæmt hollenskri leikhefð að halda boltanum svona lengi. Þau lið sem hafa virkað öflug eru Argentína, Tékkland, Spánn og Ítalía. Frakkar, Englendingar, Svíar hafa spilað leiðinlegan bolta og Brassar voru með tvo farþega frammi en þeir eru samt besta liðið ásamt Argentínu. Ekki vanmeta Þjóðverja og Króata gott fólk þau gætu farið langt....

No comments: