
Það er alveg ótrúlegt hvað lítil börn geta brætt mann með sínu tannlausa brosi. Og hún Sólveig Embla svíkst ekki um það. Hún brosir mest til pabba síns, finnst hann alveg ægilega fyndinn. Og Snæfríður og Sindri gleðjast mikið þegar þau fá bros frá henni, enda krúttlegasta bros í heimi að okkar mati. Og svo brosir hún til mömmu sinnar auðvitað, sem er að rifna úr stolti.
En þrátt fyrir þessa brostaktík þá er hún Sólveig Embla alla jafna frekar alvarleg ung dama. Horfir athugul í kring um sig og hnyklar augabrúnirnar hugsandi. Þung á brún. Horfir svo fast á okkur og segir ákveðið: "agúúú" eða "dgsllsg" eða jafnvel "dæææ". Við erum heppin því Snæfríður og Sindri eru mjög góð í því að túlka barnahjal og það er alveg ótrúlegt hvað sú stutta hefur frá mörgu merkilegu að segja.
2 comments:
Hún er náttúrulega yndisleg þessi unga dama. Gangi ykkur vel. Það er frábært framtak hjá ykkur þessi síða.
Takk :-) Og svo verður þú að útbúa svona síðu og flytja fréttir af fjölgun á þínu heimili...
Post a Comment