
31.12.06
30.12.06
23.12.06
Jolakveðja fra Hrisrimafjölskyldunni
Við sendum ykkur okkar bestu Jólakveðjur með stuttri sögu frá Dr. Gunna:
Enn átti ég eftir að kaupa nokkra pakka. Ég hætti mér því í Smáralind og taldi mig hafa valið tímann vel: um kvöldmat á virkum degi. Hélt að ég slyppi við mestu jólageðveikina, en nei nei. Hún skall á mér um leið og ég steig inn. Fólk með poka og aftur poka vafrandi um með eld í augum og froðu í munnvikinu. Yfir öllu, eins og bumbuslagari í galeiðu, söng svo mest óþolandi jólalag í heimi: Jól alla daga. Svona er þá í helvíti, hugsaði ég og íhugaði að hlaupa öskrandi út. Dró svo djúpt andann og setti undir mig hausinn.
Hinn mæti Eiríkur Hauksson syngur jólalagið óþolandi, en glysrokkarinn Roy Wood og hljómsveit hans Wizzard gerðu fyrst allt vitlaust með því árið 1973. Lagið er sjúklega hresst og allar klisjur jólalaganna renna saman í því, frá hreindýrabjöllunum til barnakórsins. Textinn er punkturinn yfir i-i brjálæðisins. Eiríkur dregur á sannfærandi hátt upp martraðarkennda hugaróra fársjúks manns sem lætur sig dreyma um endalaus jól: "Já, ég vildi að alla daga væru jól, þá gætu allir dansað og sungið jólalag," æpir hann og maður heyrir hvernig æðarnar í augunum á honum stækka.
Alltaf svona?! Neeeeiiiii!!! Einu sinni á ári er bara alveg nóg – algjörlega passlegt!
Enn átti ég eftir að kaupa nokkra pakka. Ég hætti mér því í Smáralind og taldi mig hafa valið tímann vel: um kvöldmat á virkum degi. Hélt að ég slyppi við mestu jólageðveikina, en nei nei. Hún skall á mér um leið og ég steig inn. Fólk með poka og aftur poka vafrandi um með eld í augum og froðu í munnvikinu. Yfir öllu, eins og bumbuslagari í galeiðu, söng svo mest óþolandi jólalag í heimi: Jól alla daga. Svona er þá í helvíti, hugsaði ég og íhugaði að hlaupa öskrandi út. Dró svo djúpt andann og setti undir mig hausinn.
Hinn mæti Eiríkur Hauksson syngur jólalagið óþolandi, en glysrokkarinn Roy Wood og hljómsveit hans Wizzard gerðu fyrst allt vitlaust með því árið 1973. Lagið er sjúklega hresst og allar klisjur jólalaganna renna saman í því, frá hreindýrabjöllunum til barnakórsins. Textinn er punkturinn yfir i-i brjálæðisins. Eiríkur dregur á sannfærandi hátt upp martraðarkennda hugaróra fársjúks manns sem lætur sig dreyma um endalaus jól: "Já, ég vildi að alla daga væru jól, þá gætu allir dansað og sungið jólalag," æpir hann og maður heyrir hvernig æðarnar í augunum á honum stækka.
Alltaf svona?! Neeeeiiiii!!! Einu sinni á ári er bara alveg nóg – algjörlega passlegt!
21.12.06
Engill drottins
Fjórði bekkur bé í Rimaskóla lék helgileik í dag. Helstu persónur voru María Mey, Jósef, engill drottins, vitringar og englakór.
Hálftíma fyrir frumsýningu voru allir komnir í búninga og tilbúnir á svið, en þá kom í ljós að engill drottins gat ekki með nokkru móti munað hvað hann átti að segja. Kannski engin furða, þetta var löng runa af alls konar bilbíufrösum um mikinn fögnuð - öllum lýðnum- boða yður - velþóknun á- frelsari fæddur og eitthvað fleira í þeim dúr. Já og -verið óhræddir.
"Ég kann þetta". Sagði Snæfríður, sem var í englakórnum. Hún lærði þetta óvart á æfingum, fattaði alltí einu í miðri Kringluferð með mömmu sinni í gær að hún kunni allan frasann sem engill drottins átti að fara með. Hún var því dubbuð upp í gervi engils drottins í snatri. Og þá mundi hún að hana langaði ekkert sérstaklega til að leika svona stórt hlutverk.
Hjartað hamaðist og fiðrildi flugu í maganum, en uppá svið fór Snæfríður, brosandi og kúl á því. Fór með línurnar sínar með glæsibrag. Engill drottins alveg fram í fingurgóma. Brosti út að eyrum þegar það var frá, og söng hátt og snjallt með englakórnum allt til enda. Og ég var að rifna úr stolti úti í sal, myndavélarlaus.
Hálftíma fyrir frumsýningu voru allir komnir í búninga og tilbúnir á svið, en þá kom í ljós að engill drottins gat ekki með nokkru móti munað hvað hann átti að segja. Kannski engin furða, þetta var löng runa af alls konar bilbíufrösum um mikinn fögnuð - öllum lýðnum- boða yður - velþóknun á- frelsari fæddur og eitthvað fleira í þeim dúr. Já og -verið óhræddir.
"Ég kann þetta". Sagði Snæfríður, sem var í englakórnum. Hún lærði þetta óvart á æfingum, fattaði alltí einu í miðri Kringluferð með mömmu sinni í gær að hún kunni allan frasann sem engill drottins átti að fara með. Hún var því dubbuð upp í gervi engils drottins í snatri. Og þá mundi hún að hana langaði ekkert sérstaklega til að leika svona stórt hlutverk.
Hjartað hamaðist og fiðrildi flugu í maganum, en uppá svið fór Snæfríður, brosandi og kúl á því. Fór með línurnar sínar með glæsibrag. Engill drottins alveg fram í fingurgóma. Brosti út að eyrum þegar það var frá, og söng hátt og snjallt með englakórnum allt til enda. Og ég var að rifna úr stolti úti í sal, myndavélarlaus.
Svoona stór!!

Sólveig er búin að kenna foreldrum sínum alls konar kúnstir. Já, þótt þau gömlu séu stundum dálítið treg, þá er alveg hægt að temja þau. Nýjasta sirkustrixið er þannig að Sólveig lyftir upp báðum höndum og horfir í kring um sig og þá brestur gamla settið í allsherjar fagnaðarlæti og klappa, lyfta höndum hátt yfir höfuð og segja krúttlegri röddu" já! ertu svooona stóóór! "
Sólveigu finnst þetta skemmtilegt trix og alltaf þegar hana langar í aðdáun og fagnaðarlæti þá lyftir hún upp höndum og það bregst ekki, þau gömlu eru vel tamin.
19.12.06
Skelfirinn

Sólveig Embla er mikill dýravinur. Heima hjá Guðmari og Oddu færist hún öll í aukana þegar hún sér hvolpinn Lýru og eltir hana út um allt, skríkjandi og skrækjandi. Og ef hún nær henni, þá er hún alveg ægilega mikið "aaaaa", klappar fast og tosar í eyru og feld. Lýra var snögg að læra það að það væri öruggara að hafa þennan skrækjandi ferfætling í öruggri fjarlægð og leyfir henni að elta sig - en passar að hún nái sér aldrei.
Heima hjá Guðrúnu og Nonna er svo litli kettlingurinn Ronja. Sólveig varð ekki minna glöð þegar hún sá hana og spólaði af stað með skríkjum og skrækjum. Ronja var mjög forvitin um þennan litla ferfætling og rannsakaði Sólveigu í krók og kring. Komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri manneskja og lagðist malandi á bakið til að láta klóra sér á maganum. Sólveig sveikst ekki um það, gólaði "aaaa" og blíðuhótin voru þvílík að Ronja sá sitt óvænna og lagði á flótta. Svo skottuðust þær í kring um hvor aðra - í öruggri seilingarfjarlægð, Sólveig á þvílíku skriði og Ronja með stökkum og fimlegum undanbrögðum. Tveir litlir óvitar.
8.12.06
Jólakonfekt
Þegar ég opna nýja bók þá líður mér eins og ég sé að opna risastóran konfektkassa. Lokkandi ilmurinn, skrautleg bréf, litríkir molar og eftirvænting - hvað ætli sé inni í molunum? Vonbrigðin verða mikil þegar ég bít í fyrsta molann og kemst að því að hann er myglaður.
Þannig leið mér þegar ég opnaði nýjustu bók Ólafs Jóhanns, Aldingarðurinn. Myglubragð í munni við fyrsta bita. Á fyrstu blaðsíðu, í annarri línu er nefnilega málvilla sem stingur í augu og gefur óbragð í munn. "Vélin hafði lagt að stað klukkutíma of seint frá Íslandi og sveimaði lengi yfir Kennedyflugvelli áður en hún fékk að lenda." Flugvélar leggja AF stað en ekki AÐ stað. Hmmpfff... eru bækur ekki prófarkalesnar lengur eða hvað? En jæja, það getur komið fyrir alla konfektkassa að hafa einn skemmdan mola. Ég skyrpti myglaða molanum út úr mér, fékk mér vatnssopa og hélt áfram að lesa.
Þannig leið mér þegar ég opnaði nýjustu bók Ólafs Jóhanns, Aldingarðurinn. Myglubragð í munni við fyrsta bita. Á fyrstu blaðsíðu, í annarri línu er nefnilega málvilla sem stingur í augu og gefur óbragð í munn. "Vélin hafði lagt að stað klukkutíma of seint frá Íslandi og sveimaði lengi yfir Kennedyflugvelli áður en hún fékk að lenda." Flugvélar leggja AF stað en ekki AÐ stað. Hmmpfff... eru bækur ekki prófarkalesnar lengur eða hvað? En jæja, það getur komið fyrir alla konfektkassa að hafa einn skemmdan mola. Ég skyrpti myglaða molanum út úr mér, fékk mér vatnssopa og hélt áfram að lesa.
Á blaðsíðu þrjú kynnumst við aðalsöguhetjunni. "Faðir Tómasar hafði verið Bandaríkjamaður en móðir hans var íslensk. Hann var einbirni, ólst upp í Chicago en þau mæðginin fluttu til Íslands þegar faðir hans lést. Þá var hann unglingur. Þau bjuggu á Melunum og móðir hans fékk vinnu í tjónadeild hjá tryggingafélagi. Tómas lauk menntaskólanámi í Reykjavik en fór vestur um haf til háskólanáms. Hann festi aldrei rætur á Íslandi þótt honum líkaði ekki illa þar og saknaði heimkynna sinna við Michiganvatn. Hann kvartaði samt aldrei og tók því vel þegar móðir hans giftist að nýju."
Jakk" næsti moli var Bónusútgáfan af Síríus suðusúkkulaði. Of rammt, of konsentrerað, engin fylling. "Hafði verið Bandaríkjamaður", einmitt það já. Voðalega er þetta "Séð og heyrt" -legur texti, eða kannski frekar eins og klippt út úr minningargrein í mogganum. Engin leiftrandi stílbrögð, engin flétta og dulmögnuð persónusköpun, bara étið beint upp úr niðursuðudósinni. Bara ódýrasta súkkulaðið með engri fyllingu. Ég lagði konfektkassann frá mér, langaði ekki í meira - ekki í bili. Aldrei samt að vita hvað gerist þegar ég verð uppiskroppa með almennilegt súkkulaði, kannski laumast ég þá aftur í konfektkassann.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, vonandi leynast æðislegir konfektmolar þarna í kassanum. En kannski eru þeir sem tilnefna bækur til þessara verðlauna hrifnir af myglubragði og niðursuðukeimi. Kannski eru þeir ekki búnir að lesa bókina en fengu æðislegan konfektkassa frá þessum framleiðanda hérna um árið og gefa stjörnur út á nafnið. Eða kannski kann ég bara ekki gott að (m)eta.
Jakk" næsti moli var Bónusútgáfan af Síríus suðusúkkulaði. Of rammt, of konsentrerað, engin fylling. "Hafði verið Bandaríkjamaður", einmitt það já. Voðalega er þetta "Séð og heyrt" -legur texti, eða kannski frekar eins og klippt út úr minningargrein í mogganum. Engin leiftrandi stílbrögð, engin flétta og dulmögnuð persónusköpun, bara étið beint upp úr niðursuðudósinni. Bara ódýrasta súkkulaðið með engri fyllingu. Ég lagði konfektkassann frá mér, langaði ekki í meira - ekki í bili. Aldrei samt að vita hvað gerist þegar ég verð uppiskroppa með almennilegt súkkulaði, kannski laumast ég þá aftur í konfektkassann.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, vonandi leynast æðislegir konfektmolar þarna í kassanum. En kannski eru þeir sem tilnefna bækur til þessara verðlauna hrifnir af myglubragði og niðursuðukeimi. Kannski eru þeir ekki búnir að lesa bókina en fengu æðislegan konfektkassa frá þessum framleiðanda hérna um árið og gefa stjörnur út á nafnið. Eða kannski kann ég bara ekki gott að (m)eta.
6.12.06
Nýjasta nýtt


Nýjasta nýtt er að standa upp. Ekki nógu mikið stuð að vera svona lítil alltaf hreint.
Sólveig hefur verið að myndast við að læra að standa upp síðustu 2 vikurnar. Og nú er hún farin að standa markvisst upp, hún stendur upp við sófann, við stigann, við dótakassann sinn og bara hvar sem hún finnur eitthvað í mátulegri hæð til að styðja sig við. Já, hún er óskaplega dugleg og klár hún Sólveig okkar. Og hana vantar sko ekki aðdáendur, bæði foreldrarnir og eldri systkinin sjá til þess :-)
6 mánaða og einnar viku gömul byrjuð að skríða!

Já, ég veit, old news. Ég hef bara ekki undan að skrifa um helstu afrek Sólveigar Emblu. Hún dreif sig þarna upp á 4 fætur um 5 mánaða aldurinn og hefur síðan þá verið að dunda sér við að læara að setjast upp og byrja að skríða. Hún skríður samt ekki alveg fullkomið fjórfótaskrið, heldur það sem er kallað parkettskrið - svona hálfsitjandi og hálfskríðandi. Og nú er sko fjör hjá stuttu. Hún skríður hér um öll gólf og er bara nokkuð fljót í förum og finnst mesta sportið að elta systkini sín. Þá skríkir hún og hlær.
Hún er líka orðin verulega handóð. Dúkurinn á sófaborðinu hefur fengið flugferð á gólfið, geisladiskarnir líka og hvar sem liggja bækur og blöð innan seilingar, kemur lítil skotta á fullu skriði og rífur og tætir og nagar og slefar. Hún er líka búin að læra að opna neðstu eldhússkúffurnar og dundar sér við að klemma á sér litlu puttana í þeim. Mér sýnist að ég eigi nóg verk fyrir höndum í að gera heimilið barnhelt. Við erum alveg dottin úr æfingu með þetta.
1.12.06
Torfastaðir
Gistiheimilið Hrisrima

Hér er búið að vera mikið fjör síðustu vikur og mikill gestagangur, norðanfólk búið að vera duglegt að heimsækja okkur. Við höfum alltaf jafn gaman af því að fá gesti, Maja, Travis og Úlfur, amma íja, amma Þóra og afi Gunnar komu öll að norðan, þó ekki alveg öll á sama tíma, og glöddu okkur með nærveru sinni. Og til að gleðja okkur enn meira lánaði Guðrún systir mér börnin sín þrjú eina nóttina til að gulltryggja að það yrði sofið í hverju horni í húsinu. Og allir sváfu vel og vært (nema systurnar á loftlausu vindsænginni) og ekki laust við að það sé hálftómlegt hérna í Hrísrimanum núna þegar engir næturgestir eru.
Afmæli
29.11.06
Sluppum fyrir horn
Við Sindri mættum niður á læknastöð í morgun, það átti að stinga á hljóðhimnum og spúla út slím og drullu úr eyrunum á honum. Hann er búinn að ganga um með vökva og slím í eyrum í allan vetur og ekki hægt að leggja þetta á hann lengur. Sindri stóð sig eins og hetja, þurfti að vísu að bíða lengi á biðstofunni en það stytti biðina að sjá uppáhalds poppstjörnuna sína koma með barnið sitt í röraaðgerð á sama tíma og við biðum þarna. Happadagur hjá Sindra.
Svo kallaði svæfingarlæknirinn á okkur og fór yfir helstu atriði fyrir svæfinguna. Sindri kom sér fyrir á skurðarborðinu, alveg sallarólegur. Næst kom Stefán eyrnalæknir, hress að vanda og kíkti í eyrun á Sindra. Að því loknu sagði hann okkur að við mættum fara heim því hann myndi ekkert gera við eyrun á þessum strák. Já þetta kom skemmtilega á óvart. Vinstra eyrað var orðið alveg eins gott og það getur orðið og hægra eyrað leit eins vel út og hægt er með þessu gati á hljóðhimnunni sem ekki grær. Já, algjör happadagur hjá honum Sindra :-)
Svo kallaði svæfingarlæknirinn á okkur og fór yfir helstu atriði fyrir svæfinguna. Sindri kom sér fyrir á skurðarborðinu, alveg sallarólegur. Næst kom Stefán eyrnalæknir, hress að vanda og kíkti í eyrun á Sindra. Að því loknu sagði hann okkur að við mættum fara heim því hann myndi ekkert gera við eyrun á þessum strák. Já þetta kom skemmtilega á óvart. Vinstra eyrað var orðið alveg eins gott og það getur orðið og hægra eyrað leit eins vel út og hægt er með þessu gati á hljóðhimnunni sem ekki grær. Já, algjör happadagur hjá honum Sindra :-)
23.11.06
Afrek!

Ungfrúin bað um "Hello Kitty" köku og mamman hummaði og þóttist hafa einhverjar efasemdir um kökuskreytingarhæfileika sína. En ungfrúin taldi þetta ekkert mál, mamma getur allt.
Hingað til hef ég náð að snúa mig fimlega út úr alls konar kökuskreytingarbeiðnum með því að baka venjulega súkkulaðiköku, og setja svo eitthvað dót ofan á og leyfa svo Snæfríði og Sindra að ofhlaða hana með sælgæti. Þannig hef ég "töfrað fram" bubba byggis köku, bílaköku, barbíköku, galdrastelpuköku og eitthvað fleira. Og stóru börnin mín fylgjast agndofa með og finnst kökuskreytingarhæfileikar mömmu sinnar alveg sérstaklega miklir. Ég vissi samt alltaf að það kæmi að þeim degi þegar börnin mín bæðu um eitthvað flóknara og ég veit að það mun koma að þeim degi þegar þau uppgötva alvarlega föndurfötlun mömmu sinnar. Já, ég er haldin alvarlegri föndurfötlunarþroskaröskunarhömlun ... eða eitthvað í þá áttina. Sem lýsir sér í því að ég hef tóma þumalfingur í öllu föndri.
En já, semsagt, Hello Kitty kökuskreytingin var ekki leyst með því að setja plastkisu ofan á súkkulaðiköku, heldur með alvöru kökuskreytingartækni. Ég prentaði út mynd með kattarkvikindinu af netinu, klippti út og vandaði mig ógurlega með matarlit og kökukrem við að herma eftir, fylgja fyrirmyndinni og skreyta. Snæfríður og Helga vinkona hennar fengu svo að raða sælgæti í kring og strá kökuskrauti yfir. Og ég verð að segja að ég er stolt af árangrinum. Mjög stolt. Og ef þið lítið á kökuna vitandi það að hana skreytti þriggja barna móðir sem haldin er alvarlegri föndurfötlunarþroskaröskunarhömlun, þá verðið þið líka mjög stolt ;-)
Fjörkalfar

Snæfríður bauð öllum bekknum sínum í afmælisveislu á mánudaginn. Þetta er glaðlegur, kraftmikill og fjörugur hópur. Afmælisfagnaðurinn fór vel fram, kökuát, leikir og pizzuát og hefðbundin afmælisstörf. Þótt allt hafi gengið vel og vandræðalaust og börnin verið glöð og kurteis, þá vorum við Einar dauðuppgefin eftir þetta tveggja tíma húllumhæ. Hvernig í ósköpunum fara kennarar að því að halda út heilan dag, dag eftir dag, við að hafa stjórn á svona hópi.
Í veislunni var farið í fataleik, við mikla kátínu krakkanna eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
17.11.06
Ammæli
Það er sko ekki af neinu smá tilefni sem ofurgrúppan Sykurmolarnir ákváðu að koma saman aftur. Það dugði ekkert minna til en 9 ára afmæli Snæfríðar minnar. Enda ekkert smá tilefni. Snæfríður er búin að hlakka til í heilt ár!
Snæfríður vaknaði eldsnemma í morgun og opnaði nokkra pakka sem hún var búin að fá. Gjafirnar pössuðu merkilega vel saman, flíspeysa, flísbuxur og regnjakki og svo smá galdrastelpudót og bók. Hún skoppaði kát og glöð í skólann í morgun, í nýju fötunum og með boðskort í skólatöskunni handa öllum bekknum (úff það verður líklega fjör).
Svo eftir skólann förum við í bæinn og Snæfríður fær göt í eyrun og eyrnalokka.
Já, stóra stelpan mín er orðin 9 ára gömul.
Snæfríður vaknaði eldsnemma í morgun og opnaði nokkra pakka sem hún var búin að fá. Gjafirnar pössuðu merkilega vel saman, flíspeysa, flísbuxur og regnjakki og svo smá galdrastelpudót og bók. Hún skoppaði kát og glöð í skólann í morgun, í nýju fötunum og með boðskort í skólatöskunni handa öllum bekknum (úff það verður líklega fjör).
Svo eftir skólann förum við í bæinn og Snæfríður fær göt í eyrun og eyrnalokka.
Já, stóra stelpan mín er orðin 9 ára gömul.
Fyrsta grautarskeiðin

Mmmmmmmm....... Sólveig er farin að kunna vel að meta grautinn sinn. Við byrjuðum að gefa henni graut fyrir rúmri viku og fer hann ljómandi vel í maga. Grauturinn sem hún fær er lífrænt ræktaður glútein- sykur- og mjólkurlaus grautur úr Millet korntegund og svo er hún nýbyrjuð að fá sykur- og mjólkurlausan lífrænt ræktaðan graut úr haframjöli. Já, usss, ekki kalla hana samt Sollu grænu ;-)
Sólveig er mjög áhugasöm um matmálstíma, smjattar og brosir þegar hún fær grautinn sinn. Og nú getur Einar líka gert gagn þegar hungrið sverfur að, hingað til hefur Sólveig harðneitað að þiggja neitt úr pela eða þvíumlíkum platapparötum. Það var því gaman að fylgjast með þeim feðginum um helgina þegar Sólveig rak á eftir pabba sínum í grautarmokstrinum.
Núna síðustu daga hefur hún líka tekið stórstíga framförum í því að drekka vatn úr stútkönnu, finnst samt miklu skemmtilegra að hrista hana, hvolfa henni og henda henni á gólfið heldur en að drekka úr henni.
Eyru
Nú verða fluttar eyrnafréttir.
Sólveig er orðin góð í eyrunum, Stefán eyrnalæknir kíkti á hana í vikunni, sýklalyfin hafa virkað vel og hún er alveg hrein í eyrunum, enginn vökvi og ekkert vesen. Hjúkk!
Af Sindra eyrum er ekki alveg eins gott að frétta. Fyrst smá upprifjun. Sindri hefur alltaf verið mjög slæmur í hægra eyranu, fær miklu oftar eyrnabólgur þar, og á tímabili dugðu engin sýklalyf og engar meðferðir til að stoppa sýkingar þar. Út af þessu er hægri hljóðhimnan orðin þunn og léleg, en samt er alveg líklegt að hún lagist aftur með tímanum. En hljóðhimnan er semsagt orðin það léleg að það er ekki lengur hægt að setja rör í hana, þau tolla ekkert. Sem betur fer er Sindri búinn að vera að batna mikið í eyrunum, fær bara eyrnabólgu öðru hvoru, en er ekki sílasinn lengur, og því hefur alveg gengið að hafa hann röralausan síðasta árið.
Frá því í haust hefur Sindri verið með vökva í eyrunum, með tilheyrandi heyrnarleysi (Ha?), pirringi og "óþekkt". Honum tókst ekki að losa sig við vökvann og fékk slæma eyrnabólgu um síðustu helgi og þurfti sýklalyf. Stefán eyrnalæknir kíkti á hann í vikunni og leist ekkert sérstaklega vel á batann. Það er komið gat á þunnu lélegu hægri hljóðhimnuna sem virðist ekki ætla að gróa, og svo er vökvi og slím í báðum eyrum. Meðan þetta grær ekki hefur hann ekki fulla heyrn, en góðu fréttirnar eru að honum líður betur í eyranu. Það er svo hægt að gera aðgerð til að græða bót á hljóðhimnuna seinna meir ef þetta grær ekki.
Núna ætlum við að sjá til hvað restin af sýklalyfjunum gerir fyrir hann, vonandi batnar hann meira. En annars þá fer hann eftir hálfan mánuð í smá aðgerð til að hreinsa út úr báðum eyrum og meta hvort ástæða sé til að setja rör í vinstri hljóðhimnuna.
Sólveig er orðin góð í eyrunum, Stefán eyrnalæknir kíkti á hana í vikunni, sýklalyfin hafa virkað vel og hún er alveg hrein í eyrunum, enginn vökvi og ekkert vesen. Hjúkk!
Af Sindra eyrum er ekki alveg eins gott að frétta. Fyrst smá upprifjun. Sindri hefur alltaf verið mjög slæmur í hægra eyranu, fær miklu oftar eyrnabólgur þar, og á tímabili dugðu engin sýklalyf og engar meðferðir til að stoppa sýkingar þar. Út af þessu er hægri hljóðhimnan orðin þunn og léleg, en samt er alveg líklegt að hún lagist aftur með tímanum. En hljóðhimnan er semsagt orðin það léleg að það er ekki lengur hægt að setja rör í hana, þau tolla ekkert. Sem betur fer er Sindri búinn að vera að batna mikið í eyrunum, fær bara eyrnabólgu öðru hvoru, en er ekki sílasinn lengur, og því hefur alveg gengið að hafa hann röralausan síðasta árið.
Frá því í haust hefur Sindri verið með vökva í eyrunum, með tilheyrandi heyrnarleysi (Ha?), pirringi og "óþekkt". Honum tókst ekki að losa sig við vökvann og fékk slæma eyrnabólgu um síðustu helgi og þurfti sýklalyf. Stefán eyrnalæknir kíkti á hann í vikunni og leist ekkert sérstaklega vel á batann. Það er komið gat á þunnu lélegu hægri hljóðhimnuna sem virðist ekki ætla að gróa, og svo er vökvi og slím í báðum eyrum. Meðan þetta grær ekki hefur hann ekki fulla heyrn, en góðu fréttirnar eru að honum líður betur í eyranu. Það er svo hægt að gera aðgerð til að græða bót á hljóðhimnuna seinna meir ef þetta grær ekki.
Núna ætlum við að sjá til hvað restin af sýklalyfjunum gerir fyrir hann, vonandi batnar hann meira. En annars þá fer hann eftir hálfan mánuð í smá aðgerð til að hreinsa út úr báðum eyrum og meta hvort ástæða sé til að setja rör í vinstri hljóðhimnuna.
5.11.06
Vinkonur a leið i bio

Núna stendur yfir vetrarfrí Rimaskóla. Við vorum búin að skipuleggja ferð norður yfir heiðar, búin að leggja inn pöntun fyrir skíðasnjó og bóka okkur í heimsóknir og allskonar fjör. En vegna slakrar heilsu heimilisfólks (lesist: Sólveig er enn að jafna sig) var öllum ferðalögum fjölskyldunnar aflýst í bili.
Hér stóð stór taska á gólfinu úttroðin af skíðafatnaði, krakkarnir búin að máta skíðaklossana sína og allir komnir í ferðagrírinn þegar ljóst var að bjarsýnustu menn höfðu verið of bjartsýnir. Féllu nokkur tár af þessu tilefni úr augum upprennandi skíðasnillinga.
En vetrarfrí í Hrísrima var samt ekki slæmt. Sindri er búinn að leika við vini sína daginn út og inn og hjóla út um allt hverfið. Fékk meira að segja að gista hjá Kjartani vini sínum. Snæfríður er líka búin að leika við fjöldann allan af vinkonum sínum, gisti hjá Helgu Dís og svo fóru þær saman í bíó á Draugahúsið, sem er bönnuð innan 7 ára. Voða mikið sport. Svo héldum við matarboð, fórum í afmæli, höfðum það huggulegt í sófanum með vídeómynd og nammi og já, bara tókum algjöra leti- og notalegheitahelgi.
Við gamla settið fengum okkur meira að segja barnapíu í gærkvöldi og fórum á Mýrina. Frábær mynd! Sólveig var svo yndisleg að sofa allan tímann á meðan við brugðum okkur af bæ.
30.10.06
Gróðurhúsaáhrif

.... ekki allt slæmt við þessi gróðurhúsaáhrif....
En, já, ég er byrjuð aftur að blogga, eftir stutt hlé. Mér sýndist að það væri hvortsemer enginn að lesa, aldrei neinn sem kommentar. En svo fóru mér að berast kvartanir yfir þessu bloggleysi og þá kom í ljós að það eru bara þónokkrir sem kíkja hingað inn. Það gleður mitt gamla hjarta :-)
En það gleður mitt gamla hjarta jafnvel enn meira ef þið, öðru hvoru, ýtið á þar sem stendur "comments" hér fyrir neðan, og er með mynd af blýanti við hliðina. Þar getið þið skrifað hæ eða eitthvað annað að eigin vali. Það er auðveldast fyrir ykkur að velja "other" valmöguleikann til að kvitta fyrir ykkur :-)
Svo er ég búin að setja skemmtilega linka hér við hliðina. Einn ef þú vilt bjarga umhverfinu, annan ef þú vilt bjarga hungruðum heimi. Þriðji linkurinn er fyrir þá sem vilja skoða dönsk sumarhús og sá fjórði fyrir þá sem vilja vita eitthvað um tónlist.
Góðar stundir
Stök bára

Jæja, þá er ballið byrjað. Sólveig er með hálsbólgu, eyrnabólgu og astma.
Hún náði sér í einhverja pest um miðja síðustu viku, en virtist ætla að láta sér batna af henni. En aðfararnótt sunnudags var hitinn aftur farinn að hækka og komin greinileg astmahljóð í hana, þannig að við drifum hana til læknis um morguninn. Hún brosti og hló framan í lækninn sem spurði forviða hvort barnið væri ekkert pirrað í þessum veikindum. "Jú, hún er kannski í aðeins minna sólskinsskapi en venjulega, játaði mamman". En reyndar átti sólskinsskapið eftir að minnka enn þegar leið á daginn, og astminn og eyrnabólgan urðu erfiðari og sárari. Henni fannst vissara í þessari stöðu að vera allan daginn í mömmufangi.
Auðvitað fékk hún lyf við þessu öllusaman sem eru farin að virka vel og hún er núna á góðum batavegi og sólskinsskapið hennar aftur á uppleið. Núna vonum við bara að þessi pest sé stök bára, ekki byrjunin á miklum öldugangi.
28.10.06
5 mánaða og einnar viku gömul

Já, Sólveig er ekkert að slóra. Núna er hún búin að finna upp á nýjum og skemmtilegum leik.
Þegar hún situr á gólfinu hallar hún sér fram og smellir sér upp á 4 fætur. Ruggar sér fram og aftur hissa og ánægð með sig og smellir sér svo niður á magann. Þar veltir hún sér og snýr sér í allar áttir og endar með að komast út af stóra mjúka teppinu sem ég legg hana alltaf á. Og þá byrjar stuðið.
Þegar hún er laus af þessu leiðinda teppi byrjar hún að gera ótal armbeygjur og snúninga. Og er komin á fleygiferð.... eða svona eins og 5 mánaða ungbörn geta verið á fleygiferð. Allavega er það þannig að ég get ekki lengur treyst því að finna hana aftur á sama stað og ég lagði hana niður á. Eini gallinn við þetta er að hún kann bara að bakka. Armbeygjurnar óteljandi færa hana alltaf lengra og lengra frá dótinu sem hún er að reyna að ná í, og það finnst henni frekar pirrandi.
Armbeygjur á tánum
Söngur Sólveigar

Sólveig ótrúlega dugleg að leika sér. Henni finnst frábært að fá að sitja eða liggja á teppi á gólfinu með fullt af hringlum og dóti í kring um sig. Þannig unir hún sér löngum stundum við að velta sér, sprikla, naga, slefa, hrista, telja tær, skoða putta og úa og gúa. Nýjasta nýtt er ííííí.... ógurlegir hátíðniskrækir.
Matartími

Sólveig tekur ekki annað í mál en að fá að sitja til borðs með fjölskyldunni. Hún fylgist mjög áhugasöm með borðsiðum hinna stærri, en fær greyjið ekkert að borða sjálf. Að vera eingöngu á brjósti í 6 mánuði er nefnilega, samkvæmt nýjustu rannsóknum, góð forvörn gegn ofnæmi, exemi, astma, eyrnabólgum og óþoli.
Þrátt fyrir að heimilisfólk hér sé dags daglega hreystin uppmáluð og til fyrirmyndar að öllu leiti, þá erum við óttalegir ofnæmispésar. Hér er astmi, gróðurofnæmi, mjólkuróþol, exem og eyrnabólgur. Þetta eru genin sem hún Sólveig litla fékk, og því er það á sig leggjandi að taka þátt í öllum hugsanlegum forvörnum.
Hún varð óttalega svöng um 4ra mánaða aldurinn, tók mikinn vaxtar og þroskakipp og mjólkin mín fylgdi því ekki alveg eftir. Mig klæjaði í fingurna að gefa henni graut, skoðaði grautarhillurnar í Hagkaup eins og ég væri alki í ríkinu. Við stóðum þetta nú samt af okkur, mjólkurframleiðslan mín tók kipp þegar ég fór að bryðja kalktöflur, og Sólveig varð aftur södd. Hún hefur nú samt ekki aftur náð því að sofa södd í 11 tíma á nóttu, eins og hún var vön. En á meðan ég hef einhverja von um að ég sé að fækka hugsanlegum eyrnabólgu andvökunóttum síðar, þá gef ég næturgjafir með glöðu geði.
5.10.06
Jakkalakkar
Um daginn fóru Snæfríður og Sindri með mér niður í bæ og við gengum með Ómari. Þegar við keyrðum heim síðla kvölds sátu þau systkinin í rökkrinu í aftursætinu og rökræddu heimspekilega um stríð, frið, náttúruvernd og lýðræði. Þau kunnu öll svörin við vandamálum heimsins.
Snæfríður sagðist ætla að verða forsætisráðherra og ráða öllu landinu. Þá myndi hún sko hætta við þessa virkjun. Sindri bætti um betur og sagðist ætla að ráða yfir öllum heiminum og hætta við virkjun og stoppa öll stríð og fátækt og hungur. Svo kom löng þögn. Svo sagði hann. "Mamma þið verðið að kaupa handa mér jakkaföt". "Og líka bleika skyrtu með svörtum röndum". "Strákar mega alveg vera í bleiku, er það ekki? "
Snæfríður sagðist ætla að verða forsætisráðherra og ráða öllu landinu. Þá myndi hún sko hætta við þessa virkjun. Sindri bætti um betur og sagðist ætla að ráða yfir öllum heiminum og hætta við virkjun og stoppa öll stríð og fátækt og hungur. Svo kom löng þögn. Svo sagði hann. "Mamma þið verðið að kaupa handa mér jakkaföt". "Og líka bleika skyrtu með svörtum röndum". "Strákar mega alveg vera í bleiku, er það ekki? "
29.9.06
22.9.06
Byrjuð að lesa blöðin

En núna er annað uppi á teningnum. Hendurnar hennar Sólveigar eru orðnar svo ofboðslega duglegar. Morgunstund með pabba og mogganum snýst upp í skemmdarverk á blaðinu og umfangsmikil þrif á prentsvörtu barni. Róleg sudoku stund í mömmufangi snýst upp í hatramma baráttu um það hver eigi að halda á blýantinum. Og ef Sólveig nær honum, heldur hún fast og sleppir ekki. Sem er nokkuð merkilegt því að á sama tíma er hún orðin alveg ótrúlega klaufaleg við að halda á dóti. Sérstaklega ef hún getur "misst" það úr einhverri hæð. Vel þjálfaðir foreldrar og eldri systkinin eru óþreytandi við að beygja sig eftir dótinu, en úpps! alltaf missir hún það aftur. Alveg óvart að sjálfsögðu.
En við höfum nú reyndar bara gaman að þessu, enda ekkert yndislegra en að fylgjast með börnunum sínum þroskast og dafna vel. Og Sólveig dafnar vel, stækkar og þroskast og líður ótrúlega vel. Sefur allar nætur eins og steinn og hlær og brosir og hjalar á daginn. Yndislegt líf.
Smábarnastuð
4.9.06
Stórgróði
Ég fékk frábæra viðskiptahugmynd. Slæ tvær flugur í einu höggi. Stórgræði á raforkusölu og virkja þennan leiðinda vindstreng hér bak við hús. Framkvæmdakostnaðurinn við uppsetningu vindmyllunnar er bara 116 þús og arðsemin er 6600 kr á ári. Semsagt, eftir 17,5 ár fer ég að græða. Hljómar vel. Eini gallinn eru fúlu afturhaldssömu nágrannarnir mínir. Eru endalaust að væla um að þetta skemmi útsýni, sé hávaðamengun og eitthvað eru þeir líka að röfla um að fjöldi fugla eigi eftir að drepast við að fljúga á vindmyllublöðin. Þeir skilja ekki hverskonar lyftistöng þetta á eftir að verða fyrir samfélagið hér í Rimahverfinu, þannig að ég held bara mínu striki.
Ég byggi kofa hér í bakgarðinum sem heldur næstum því vatni og vindum og býð kínverjunum að búa þar á meðan þeir vinna að uppsetningu vindmyllunnar. Uss, þeir eru nú ekki svo góðu vanir, þeim finnst þetta bara fínt. Verst að þegar arðsemin var reiknuð aftur, þá lækkaði hún niður í 4400kr. Jæja, ég byrja þá bara að græða eftir 26 ár. Og svo eru kínversku verktakarnir eitthvað að væla um að uppsetingin verði dýrari en þeir héldu. Jarðvegurinn hér bakvið hús er víst svo svakalega sprunginn og það gerir þeim erfitt fyrir. Æ, ég má ekki vera að því að hafa áhyggjur af því núna. Er að fara á fund með Ragga nágranna. Hann vill meina að vindmyllan nái inn á lóðina hans og hann heimtar 100 þúsund fyrir þennan smáskika. Pæliði íðí!
Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég las grein í fréttablaðinu eftir Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor við HÍ þar sem hann tiltekur helstu tölur vegna Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmdakostnaður er 116 milljarðar, arðsemin var lækkuð úr 6,6 milljörðum í 4,4 milljarða. Impregilo kemur með bakreikning því kostnaður vegna sprungufyllinga er mun meiri en ætlað var. Og landeigendur fara fram á 100 milljarða vegna vatnsréttinda. Það er gott hvað það er auðvelt að hætta við vindmyllubyggingar.
Ég byggi kofa hér í bakgarðinum sem heldur næstum því vatni og vindum og býð kínverjunum að búa þar á meðan þeir vinna að uppsetningu vindmyllunnar. Uss, þeir eru nú ekki svo góðu vanir, þeim finnst þetta bara fínt. Verst að þegar arðsemin var reiknuð aftur, þá lækkaði hún niður í 4400kr. Jæja, ég byrja þá bara að græða eftir 26 ár. Og svo eru kínversku verktakarnir eitthvað að væla um að uppsetingin verði dýrari en þeir héldu. Jarðvegurinn hér bakvið hús er víst svo svakalega sprunginn og það gerir þeim erfitt fyrir. Æ, ég má ekki vera að því að hafa áhyggjur af því núna. Er að fara á fund með Ragga nágranna. Hann vill meina að vindmyllan nái inn á lóðina hans og hann heimtar 100 þúsund fyrir þennan smáskika. Pæliði íðí!
Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég las grein í fréttablaðinu eftir Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor við HÍ þar sem hann tiltekur helstu tölur vegna Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmdakostnaður er 116 milljarðar, arðsemin var lækkuð úr 6,6 milljörðum í 4,4 milljarða. Impregilo kemur með bakreikning því kostnaður vegna sprungufyllinga er mun meiri en ætlað var. Og landeigendur fara fram á 100 milljarða vegna vatnsréttinda. Það er gott hvað það er auðvelt að hætta við vindmyllubyggingar.
3.9.06
Haust

Haustin eru alltaf mjög sérstakur tími í mínum huga. Á haustin eru allir svo uppfullir af krafti og bjartsýni. Fólk ætlar sér virkilega að taka veturinn með trompi. Skólarnir að byrja og allar búðir fullar af námsmönnum að kaupa skóladót fyrir veturinn. Allir ætla þeir að sinna náminu vel, í vetur verður sko alltaf lært heima. Alls staðar hittir maður fólk sem ætlar sér stóra hluti. Í vetur verður sko tekið á því í ræktinni. Í vetur borðum við hollan mat, ekkert skyndidrasl. Kaupum ársmiða í leikhúsið, skráum okkur á spænskunámskeið....... sigrum heiminn. Á haustin er framtíðin svo björt og allt svo auðvelt.
Og við erum svona líka. Ójá. Við hlökkum virkilega til vetrarins og ætlum okkur mikil afrek.
Líklega eru Snæfríður og Sindri smituð af þessari haustbjartsýni.
Snæfríður verður að æfa fimleika, sund, skák og trompett, en dauðlangar líka til að bæta við skautum, fótbolta, körfubolta og skátum.
Sindri verður að æfa fimleika, fótbolta, skák og blokkflautu, en dauðlangar til að bæta við sundi, skautum, handbolta, fólbolta og körfubolta.
Og bæði ætla þau alltaf að fara snemma að sofa og læra heima strax eftir skóla og vera dugleg að æfa sig á hljóðfærin sín. Já, á haustin er allt svo auðvelt.
29.8.06
Græna pappírsbyltingin
Eins og margir vita þá líður tíminn hratt á gervihnattaöld. Sólveig veit það. Og til að minna foreldra sína á þetta, þá dreif hún í að vaxa upp úr vöggunni sinni. Einn morguninn skellihló hún framan í okkur þar sem við stóðum og undruðumst yfir því hversu lítil vaggan væri skyndilega orðin.
Á skömmum tíma fór allt heimilið á annan endann. Litla prinsessan hún Sólveig átti að fá sérherbergi fyrir rimlarúmið sitt. Þurfti bara "smá" tilfæringar með skrifborð og tölvu, já og líka möppur, blöð og bækur sem áður höfðu átt sitt sérherbergi í friði. En smáverkefni eiga það til að verða stór á þessu heimili. Allt í einu vorum við komin í allsherjar pappírstiltekt sem teygði anga sína inn í flesta skápa og skúffur heimilisins og jafnvel líka upp á háaloft. Einhversstaðar þurfti að koma þessum brottræku íbúum herbergisins fyrir.
Í nótt var fyrsta nótt Sólveigar í rimlarúminu í sínu herbergi. Henni líkaði vistin vel. Tölvan og skrifborðið eiga nú athvarf í herberginu okkar. Skápar og skúffur finna fyrir áður óþekktri tómleikatilfinningu. Í endurvinnslutunnunni úti í garði hvílir pappírsfjall. Bráðlega verður það sent með skipi til Svíþjóðar. Þegar það kemur aftur til okkar heitir það Edet eða Tork salernispappír. Það verða ljúfir endurfundir ;-)
Á skömmum tíma fór allt heimilið á annan endann. Litla prinsessan hún Sólveig átti að fá sérherbergi fyrir rimlarúmið sitt. Þurfti bara "smá" tilfæringar með skrifborð og tölvu, já og líka möppur, blöð og bækur sem áður höfðu átt sitt sérherbergi í friði. En smáverkefni eiga það til að verða stór á þessu heimili. Allt í einu vorum við komin í allsherjar pappírstiltekt sem teygði anga sína inn í flesta skápa og skúffur heimilisins og jafnvel líka upp á háaloft. Einhversstaðar þurfti að koma þessum brottræku íbúum herbergisins fyrir.
Í nótt var fyrsta nótt Sólveigar í rimlarúminu í sínu herbergi. Henni líkaði vistin vel. Tölvan og skrifborðið eiga nú athvarf í herberginu okkar. Skápar og skúffur finna fyrir áður óþekktri tómleikatilfinningu. Í endurvinnslutunnunni úti í garði hvílir pappírsfjall. Bráðlega verður það sent með skipi til Svíþjóðar. Þegar það kemur aftur til okkar heitir það Edet eða Tork salernispappír. Það verða ljúfir endurfundir ;-)
23.8.06
Montinn?

Sólveig fór í 3ja mánaða skoðunina sína í dag, vigtun, læknisskoðun og fyrstu bólusetninguna. Sindra leist svona mátulega vel á að það ætti að fara að sprauta litlu systur hans og hélt fast í hendina á henni þegar við vorum inni hjá lækninum. Læknirinn var hinn hressasti og fór að spjalla við Sindra meðan hann togaði og potaði í Sólveigu. "Ertu ekki montinn af litlu systur?" Nei, svaraði Sindri alveg blákalt og hélt áfram að klappa litlu systur sinni. Læknirinn varð hálf hissa á hreinskilnu svarinu, en tautaði eitthvað um að það geti nú verið erfitt að eiga lítil systkini.
Eftir skoðunina spurði ég Sindra hvort hann vissi hvað þýddi að vera montinn. Jú, hann vissi það og lék fyrir mig mjög montinn og leiðinlegan strák sem þóttist vita allt og geta allt betur en aðrir. Og svona montinn og leiðinlegur er hann sko alls ekki við hana Sólveigu. Eftir að ég var búin að útskýra fyrir honum flókin blæbrigði íslenskrar tungu vildi hann helst snúa við og tilkynna lækninum að hann væri alveg hæstánægður með systur sína. "Auðvitað er ég alltaf ánægður með hana" sagði hann og skildi ekki hvers vegna einhverjum dytti í hug að spyrja að öðru eins.
Og Sólveig kom vel út úr skoðuninni. Fínn krakki, flott stelpa, var "læknisfræðilega greiningin". Hún er yfir meðaltali í lengd og þyngd, samsvarar sér vel og er alveg að fara að brjóta 6kg múrinn. Og ekki einu sinni smá skæl yfir sprautunni.
21.8.06
Græna byltingin!
Núna er umhverfisátak í gangi í Hrísrimanum.
Núna flokkum við til endurvinnslu eftirfarandi:
1. Allan pappír, allt niður í það smæsta. Bréfið utan af tepokunum sleppur ekki í ruslið.
2. Allar pappaumbúðir og allan pappa.
3. Fernur. (Nema súrmjólkurfernur. Ég fæ mig ekki enn til að vaska þær upp)
4. Plastumbúðir með ákveðnum endurvinnslumerkingum. Sjampóbrúsar, brauðpokar oþh.
5. Málmur. Niðursuðudósir, vírherðatré, lok af glerkrukkum oþh.
Og haldið þið að þetta sé eitthvað mál? Neibb, alls ekkert mál. Við fengum endurvinnslutunnu http://www.gamar.is/gamar/panta/ frá gámaþjónustunni og setjum allt þetta í hana. Hún er losuð mánaðarlega og þar með þurfum við ekki að fara í endurvinnsluna nema örsjaldan til að skila batteríum, fötum og skóm, nytjahlutum og spilliefnum. Umhverfisátak fyrir letingja :-)
Meira um grænu byltinguna síðar....
Núna flokkum við til endurvinnslu eftirfarandi:
1. Allan pappír, allt niður í það smæsta. Bréfið utan af tepokunum sleppur ekki í ruslið.
2. Allar pappaumbúðir og allan pappa.
3. Fernur. (Nema súrmjólkurfernur. Ég fæ mig ekki enn til að vaska þær upp)
4. Plastumbúðir með ákveðnum endurvinnslumerkingum. Sjampóbrúsar, brauðpokar oþh.
5. Málmur. Niðursuðudósir, vírherðatré, lok af glerkrukkum oþh.
Og haldið þið að þetta sé eitthvað mál? Neibb, alls ekkert mál. Við fengum endurvinnslutunnu http://www.gamar.is/gamar/panta/ frá gámaþjónustunni og setjum allt þetta í hana. Hún er losuð mánaðarlega og þar með þurfum við ekki að fara í endurvinnsluna nema örsjaldan til að skila batteríum, fötum og skóm, nytjahlutum og spilliefnum. Umhverfisátak fyrir letingja :-)
Meira um grænu byltinguna síðar....
18.8.06
Hrísrimarok(k)
Eftir að krakkarnir sofna svona uppúr tíu höfum við Lóla 2 tíma til að sinna okkar hugðarefnum, þ.e. eftir að við erum búin að þvo og laga til. Við kíkjum stundum á skjáinn en oftar lesum við blöðin, kíkjum í bók, liggjum yfir kjöltutölvunni og hlustum á tónlist. Undanfarið hefur ósjaldan verið hlustað á Astral Weeks með Van Morrison. Ég keypti þennan disk fyrir nokkrum árum en líkaði ekki allskostar við. Við fórum að spila hann fyrir nokkrum vikum og létum hann líða í nokkur skipti í gegnum Ipodinn. Smám saman síaðist tónlistin inn og í dag er hann í miklu uppáhaldi. Annars benti Kári vinnufélagi minn mér á skemmtilega síðu: www.pandora.com Þetta er einskonar einkaútvarpsstöð sem spilar einungis tónlist sem þér líkar við, allavega eftir að hafa kynnst þér dulítið. Í kvöld höfum við verið með með 3 stöðvar í gangi; Muse, Rick Berlin og Anthony and The Johnsons.
Nick Cave - Into my arms
Sælt veri fólkið. Nú styttist í tónleika Nick Cave og ég fer að koma mér í gírinn. Ég birti hér fallegan texta eftir kallinn en lagið er mitt uppáhaldslag með NC: Into My ArmsI don't believe in an interventionist GodBut I know, darling, that you doBut if I did I would kneel down and ask HimNot to intervene when it came to youNot to touch a hair on your headTo leave you as you areAnd if He felt He had to direct youThen direct you into my armsInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my armsAnd I don't believe in the existence of angelsBut looking at you I wonder if that's trueBut if I did I would summon them togetherAnd ask them to watch over youTo each burn a candle for youTo make bright and clear your pathAnd to walk, like Christ, in grace and loveAnd guide you into my armsInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my armsAnd I believe in LoveAnd I know that you do tooAnd I believe in some kind of pathThat we can walk down, me and youSo keep your candlew burningAnd make her journey bright and pureThat she will keep returningAlways and evermoreInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms, O LordInto my arms
-----------------------------------
words and music by Nick Cave
-----------------------------------
words and music by Nick Cave
17.8.06
Rúllandi rúllandi

Já, nú er það staðfest og skjalfest. Sólveig Embla er byrjuð að velta sér. Fyrsti veltingurinn var að vísu í byrjun ágúst. Þá var Sólveig í smá pössun hjá Guðrúnu systur, og eins og venjulega er ekki hægt að skilja börn eftir hjá henni án þess að þau læri eitthvað nýtt. Við vorum rétt farin út úr húsi þegar Guðrún hringir og tilkynnir að Sólveig hafi velt sér af baki á maga.
Síðan þá hefur Sólveig ekki endurtekið þann velting, en það er auðvitað bara vegna þess að Guðrún hefur ekkert passað hana aftur ;-)
En svo var það einn daginn í þessari viku að Sólveig hélt flotta sýningu fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Velti sér svona glæsilega af maga á bak. Gerði þetta nokkrum sinnum í röð og í viðurvist margra vitna þannig að þetta afrek færi alls ekki á milli mála.
Morgunhanar

Um leið og við komum að norðan breytti Sólveig háttatímanum sínum. Fyrstu nóttina heima sofnaði hún kl 10 í staðinn fyrir miðnætti. Hún hélt sig svo við þennan tíma á ferðalögum okkar um suðurlandið. Mætti halda að það væri landfræðilegur tímamismunur milli norðurlands og suðurlands.... en jæja. Þetta hafði auðvitað í för með sér að fjölskyldan fór fyrr að sofa og fyrr á fætur.
En það er víst aldrei hægt að segja A án þess að segja B. Á augabragði breyttumst við í morgunhressu fjölskylduna. Snæfríður byrjaði á skautanámskeiði og þurfti að mæta eldsnemma. Klukkan hálfátta einn morguninn. Já, HÁLFÁTTA!!! Og við fórum létt með það.
Sindri fer alla morgna á sundnámskeið klukkan 9 og lærir að synda bringusund, skriðsund og baksund og kafar eftir botninum eins og ekkert sé.
Og Sólveig tekur sitt hlutverk í morgunhressu fjölskyldunni mjög hátíðlega. Sofnar núna á milli 8 og 9 á kvöldin og vaknar eldhress um átta á morgnana. Alveg eins og allar uppeldisbækurnar segja að börn eigi að gera ;-)
9.8.06
Byggt á bökkum Þjórsár
Þríþraut

8.8.06
Nýjustu afrekin

Í einni smökkuninni rataði þumalfingur svona líka ljúflega í munninn og það kunni Sólveig mjög vel að meta. Núna er þumalfingurinn soginn af áfergju við ýmis tilefni. Snuddan, sem var því miður komin ansi neðarlega á vinsældarlistann hennar, hefur færst enn neðar.
En Sólveig hefur líka uppgötvað önnur not fyrir hendurnar sínar. Að leika sér með dót. Hún unir sér mjög vel og lengi á leikteppinu sínu þar sem ýmis frumskógardýr hanga allt í kring um hana, allt innan seilingar. Og svo er hún farin að halda á hringlum og skoða með höndum og munni.
En skemmtilegast er nú samt að rannsaka okkur stærri fjölskyldumeðlimina. Að klappa á kinnar, klípa í nef og tosa í hár er hreint frábær skemmtun :-)
6.8.06
Stóra systir S1
Passa, Vinkonurnar, Bláa kannan, Ristaðbrauð með smjöri og osti, Dúkkurnar, Vera í vatni, Náttúran, Hestar, Galdrastelpurnar, Akureyri, Perla, Leikjanet.is, Hjóla, Lita, Gömlu fötin, Hlutverkaleikur, Leikhús, Leira, Ís, Sveit, Fótboltabúningar, Sætabrauð, Morgunblöðin....
Heimasætan í Hrísey

Við vorum að rölta um í Hrísey þegar Snæfríður bendir á mann í fjarska og segir: "þarna er smíðakennarinn í Rimaskóla". Mér finnst barnið sjá ansi vel svona langt frá sér, en jæja, maður þekkir kennarana sína oft af löngu færi. Spyr hvort hún vilji hlaupa og heilsa upp á hann. "Nei, hann kennir bara eldri bekklingum". Æ, já, ég var búin að gleyma að hún þekkir allt starfsfólk hins risastóra og fjölmenna Rimaskóla. Og þekkir auðvitað alla í sínum árgangi með nafni og getur bent á nær alla krakka hér í hverfinu og sagt "þessi er í fyrsta bekk, þessi er í fjórða bekk".
Þegar hún var lítil stelpa á Hagaborg var hún snögg að læra nöfnin á öllum krökkunum, þekkti hvaða foreldra hvaða krakki átti og hvernig bíl og já, þekkti líka öll fötin þeirra. Ef fóstrurnar voru í vafa um hver átti einhverja flík í óskilum, þá var Snæfríður spurð.
Veit líka ólíklegustu hluti, eins og hvaða bílaumboð flytur inn hvaða bílategundir. Hver er vinsælasti bíll á Íslandi. Hver er með lægstu bilanatíðnina....
Eftir nokkrar fótboltaæfingar með KA í sumar kom hún og taldi upp fyrir mig nöfnin á öllum stelpunum. Gat sagt mér hvað hver og ein var gömul og í hvernig fötum allar voru. Og þegar hún fór að telja upp fyrir mig skóstærðir...... þá varð ég hissa.
Stóri bróðir S2
Gengið til sólarlags í Hrísey
26.7.06
Listalíf

Sólveig Embla er alveg yndislegt barn. Dafnar vel og líður vel. Lét ekki mikið á sig fá þótt við værum að þvælast með hana í ferðalög, breytti bara svefninum sínum smá; í stað þess að hafa nótt frá 10-10 þá hafði hún nótt frá 12-12. Sem passaði svefnpurrkufjölskyldunni afskaplega vel. Þetta hafði þær afleiðingar að við sváfum öll vel og lengi frameftir á morgnana í fríinu. Rétt með herkjum að Einar náði að rífa sig og S1 og S2 á fætur til að ná fótboltaæfingu kl 11. En við Sólveig (S3) lúrðum áfram.
Í fríinu náði Sólveig líka nýju hámarki í svefnlengd án þess að fá að drekka. Þegar hún var búin að sofa endurtekið í 8 tíma samfleytt þá var haft samband við hana frá HU - Hagsmunasamtökum Ungbarna og henni vinsamlegast bent á að þetta gengi ekki. Ef ungbörn vilja almennilega þjónustu, þá dugir engin leti og hangs, það verður að ala þessa foreldra almennilega upp. Sólveig brást vel við og stytti svefnlotur næturinnar niður í 5-6 tíma með stuttum drykkjarhléum á mili.
En Sólveig iðkar fleira en svefnlistir. Hún heldur höfði alveg listilega vel, brosir og hjalar af hjartans lyst og drekkur brjóstamjólk af mikilli lyst. Og svo fann hún hendurnar sínar um daginn, og það voru nú aldeilis fagnaðarfundir. Núna er hún byrjuð að skoða heiminn með höndunum og það bætir alveg nýrri vídd í ungbarnalíf Sólveigar Emblu.
We are the winners!!
Þegar við komum til Akureyrar þá sáum við að gamla herbergið mitt í Mánahlíðinni rúmaði ekki almennilega 5 manna fjölskyldu ásamt öllu sem henni fylgir. Því var ákveðið að kaupa koju svo hægt væri að stafla fjölskyldumeðlimum upp. Að skrúfa saman ferlíkið var heilmikið verk, en verra var að það vantaði 2 skrúfur. Einar skaust út í BYKO að bjarga málinu og Snæfríður og Sindri fóru með.
Þegar hersingin kom til baka þá voru krakkarnir aldeilis himinlifandi yfir góðum viðskiptum. Í BYKO var nefnilega opnunarhátið. Einar borgaði nokkrar krónur fyrir skrúfurnar tvær, en krakkarnir komu heim með frisbídiska, drykki, blöðrur og skafmiða, þar sem hægt var að vinna gasgrill, hjól, tjöld og margt fleira.
Þegar ég þurfti að skreppa í BYKO aftur nokkrum dögum seinna, þá hoppuðu við hlið mér tvö syngjandi glöð börn. Á meðan ég borgaði við kassann náðu þau í skafmiðana 3 sem okkur voru ætlaðir. Skófu fyrst af sínum miðum - enginn vinningur. Fannst ég eitthvað áhugalaus um þetta og skófu því líka af mínum miða. "Mamma, þú vannst 50 loftljós!!!" hrópaði Snæfríður upp. Shit, hugsaði ég. Hvað í ósköpunum á ég að gera við 50 loftljós??? Sem betur fer kom í ljós að ég hafði bara unnið 1 af þessum 50 loftljósum. Hjúkk!! En samt vantaði mig alls ekki loftljós.
Þegar hersingin kom til baka þá voru krakkarnir aldeilis himinlifandi yfir góðum viðskiptum. Í BYKO var nefnilega opnunarhátið. Einar borgaði nokkrar krónur fyrir skrúfurnar tvær, en krakkarnir komu heim með frisbídiska, drykki, blöðrur og skafmiða, þar sem hægt var að vinna gasgrill, hjól, tjöld og margt fleira.
Þegar ég þurfti að skreppa í BYKO aftur nokkrum dögum seinna, þá hoppuðu við hlið mér tvö syngjandi glöð börn. Á meðan ég borgaði við kassann náðu þau í skafmiðana 3 sem okkur voru ætlaðir. Skófu fyrst af sínum miðum - enginn vinningur. Fannst ég eitthvað áhugalaus um þetta og skófu því líka af mínum miða. "Mamma, þú vannst 50 loftljós!!!" hrópaði Snæfríður upp. Shit, hugsaði ég. Hvað í ósköpunum á ég að gera við 50 loftljós??? Sem betur fer kom í ljós að ég hafði bara unnið 1 af þessum 50 loftljósum. Hjúkk!! En samt vantaði mig alls ekki loftljós.
24.7.06
Rennitætla!!

Sindri kom heim af fyrstu fótboltaæfingunni sinni með KA á Akureyri alveg ljómandi af stolti "Ég skoraði mark! " Flott hjá þér Sindri sagði ég. Spurði svo hvernig mark hann hefði skorað. "'Ég skoraði með rennitætlu! " Nú, já.... rennitætlu ..... einmitt sagði ég og klóraði mér í höfðinu.
Ég viðurkenni að ég er enginn sérfræðingur í fótbolta. En þótt ég treysti mér ekki til að útskýra flóknar reglur um rangstöðu, þá tel ég mig sæmilega vel að mér í fótboltahugtökum og slangri (þökk sé ævilangri þjálfun hjá pabba, Rúnari bróður og Einari mínum) .... en um rennitætlu hef ég barasta aldrei heyrt.
Eftir nánari spurningar og sýnikennslu í rennitætlu þá komst ég að því að drengurinn átti við það sem í mínum ungdómi var alltaf kallað skriðtækling, en má víst líka kalla rennitæklingu. Og Sindri er ekkert að láta hugtökin vefjast fyrir sér, það eru víst mörkin sem telja. Hvort sem þau eru skoruð með rennitætlu eða einhverju öðru.
Myndin sýnir svo æsispennandi vítaspyrnukeppni Sindra og afa Gunnars í Hrísey fyrir viku síðan.
Subscribe to:
Posts (Atom)